Eimreiðin - 01.05.1966, Síða 20
108
EIMRElfílN
Á síðasta áratugi hel ég ferðast mjög mikið um byggðir landsins,
farið um þær næstum allar, komið á fjölda mörg heimili og hitt ein-
göngu vel rnannað, skemmtilegt og gestrisið fólk. ()g á hverju ári
og á hverju býli hef ég undrazt jiað meir og meir, hvert geysiafrek
bændastéttin hefur unnið á seinasta aldarfjórðungi. Hugsum okk-
ur, að hálffimmtugur maður, sem fæddur hefði verið og uppalinn
í sveit á íslandi — til dæmis norður í Skagafirði, — en farið f8 ára
gamall af landi brott, setzt að í amerískri borg og komizt þar vel í
álnir og ekkert samband haft við ættland sitt, yrði allt í einu grip-
inn heimþrá og flygi til íslands og lenti í Reykjavík, en væri mjög
brátt um að komast í átthagana og tæki þar umsvifalaust leiguflug-
vél norður. Svo mjög mundi honum virðast þar um skipt, að trú-
lega mundi hann spyrja sjálfan sig: „Er ég orðinn eitthvað ruglað-
ur — eða er mig að dreyma allt þetta ferðalag?" Þegar hann svo sæi
vinnubrögðin á sveitaheimilunum, mundi hann ekki verða síður
hissa, já, ef til vill yrði hann hálfvonsvikinn. „Og ég, sem fór til að
forðast fátæktina og baslið, sé hér allt breytt og get varla látið mér
detta í hug, livað ég ætti að gera fyrir gamla sveitunga rnína af
því, sem fæst fyrir peninga. Ég hafði reyndar hlakkað til að grípa
í orf og sjá, hvort ég gæti ennþá slegið í helgrýtis þýfinu, — og svo
þarf að leita að orfinu og ljárinn er ryðguð spík, — og stór þýfið
er horfið. Ég ætlaði líka að vita, hvort ég gæti ennþá bundið bagga,
og svo eru varla til reipi — og klifberinn kominn í eitthvert safn í
Glaumbæ. Ég kann bókstaflega ekkert til þeirra vinnubragða, sem
nú eru tíðkuð í sveitinni minni, frekar en ég hefði verið alinn upp
á hafísjaka. . . . Nú, líka hafði ég ldakkað til að sofa undir súð og
sjá stráin við gluggann bærast í morgungolunni — og svo . . . Eða
ferðalögin hérna, — í sjálfum Skagafirði! Jafnvel ferfætlingarnir
eru varla fluttir hér milli bæja öðru vísi en í bíl . . . Og mjaltakon-
an gengur fyrir rafmagni — og fínn og lærður maður með sprautu
í höndunum gegnir hlutverki tarfsins í héraðinu! Og svo, — svo
láta menn að minnsta kosti svo, að maður skyldi næstum haida, að
þeir hefðu ekki til hnífs og skeiðar, — já, maður gæti næstum hald-
ið, að þeir væru aldir upp í auð og óhófi hjá kalífum Þúsund og
einnar nœtur og þætti skömm til alls koma, sem jreir hafa hlotið
sem umbun erfiðis síns, framtaks og dugnaðar!"
Ójá, — mér hefur farið dálítið svipað og þessurn ímyndaða dánu-
manni. Ég hef orðið þess mjög greinilega vís, að mörgum myndar-
bóndanum finnst frekar lítið til koma efna sinna og aðstæðna.