Eimreiðin - 01.05.1966, Side 21
MENNlttG SVF.ITANKA
109
Hann stærir gjarnan fyrir sér iífskjör annarra stétta, grunar ráðandi
menn í þjóðfélaginu, sem ekki fylla sama flokk og hann, urn að sitja
a svikráðum við bændastéttina og telur hana beinlínis hornreku á
heimili þjóðarinnar. Ég hef rætt við slíka bændur efnahagsmál
bændastéttarinnar, án þess að úr yrði deila, hef gert smáathuga-
semdir og maldað í móinn, — gjarnan valið hálfglettið spurnarform:
•»Eru nú ýmsir hér í sveit að flosna upp?“ „Ha? Ne-ei, kannski ekki
að flosna upp, en þau eru nú samt að hætta búskap, hjónin á
Grund. Þeim hefur leiðzt fámennið, og auðvitað lokka þau, þessi
uppgrip, sem þeir hafa á síldinni.“ „Jahá, þeim finnst, að ekki sé
uft, nerna bóndinn hafi sínar 3—4 hundruð þúsund krónur á fáum
mánuðum! ... En hafa þau athugað, hvað þeir hafa á skipunum,
sem eru með miðlungsveiði — eða næstum enga? . . . Nú, og hafa
þau enga hugmynd um sumurin, þegar ekki hefur sézt síld?“ „Hja,
rnenn eru nú einu sinni s.vona .. . Nú, alltaf hefur verið að fækka
fólki í átthuögum þínum — já, beinlínis eyðast byggðin sums stað-
ar á Vestfjörðum!” Hana, kom vel á vondan, en ég svara: „Já, satt
er það, en til þess liggja nú ekki svo ýkja óskiljanlegar ástæður, en
raunar allt aðrar en hér eru iyrir hendi. Ég hygg, að ef átt hefði
að halda í byggð sumum býlum og jafnvel sveitum, sem þar hafa
eyðzt, hefði fæst af því verið gert, sem hefur haft í för með sér mest
af þeirri velsæld, sem meginþorri þjóðarinnar á nú við að búa. F.n
þar fyrir tel ég víst, að byggðin aukist mjög á ný í mínum átthög-
um, þó að hún verði með dálítið öðrum hætti en áður.“ „En hér í
héraðinu liafa svo sem margir orðið að hætta búskap af öðrum ástæð-
UIU en þeim, að þeir hafi kosið það sjálfir." . . . Ég spyr nánar út
í þetta. „Jú, aldraður bóndi hefur orðið að hætta búskap, því að
engin af börnum hans hafa staðnæmst heima — og enginn vill rífa
sig upp úr góðum aðstæðum og farsælu starfi í kaupstað — eða úr
annarri sveit, — og svo hefur J)á jörðin verið seld. Líka hafa hjón
orðið að hætta að búa vegna heilsuleysis annaðhvort bóndans eða
húsfreyjunnar, — ekki einu sinni reynzt gerlegt að fá aðkeypta
hjálp.“ „Unga fólkið, — það fer til Reykjavíkur — eða eitthvað að
sjávarsíðunni, í fjölmennið, glauminn."
Niðurstaðan af öllum mínum viðræðum við bændur í góðum
húskaparhéruðum, þar sem samgöngur eru sæmilegar, um efnahags-
mál stéttarinnar verður sú, að sára fáir hafi hætt að búa vegna ]>ess,
að þeir hafi ekki kornizt allvel af, — og þrátt fyrir mikla fjárfestingu
~~ og of mikla í vélum, miðað við það, sem ég þekki til hjá bændum