Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1966, Page 21

Eimreiðin - 01.05.1966, Page 21
MENNlttG SVF.ITANKA 109 Hann stærir gjarnan fyrir sér iífskjör annarra stétta, grunar ráðandi menn í þjóðfélaginu, sem ekki fylla sama flokk og hann, urn að sitja a svikráðum við bændastéttina og telur hana beinlínis hornreku á heimili þjóðarinnar. Ég hef rætt við slíka bændur efnahagsmál bændastéttarinnar, án þess að úr yrði deila, hef gert smáathuga- semdir og maldað í móinn, — gjarnan valið hálfglettið spurnarform: •»Eru nú ýmsir hér í sveit að flosna upp?“ „Ha? Ne-ei, kannski ekki að flosna upp, en þau eru nú samt að hætta búskap, hjónin á Grund. Þeim hefur leiðzt fámennið, og auðvitað lokka þau, þessi uppgrip, sem þeir hafa á síldinni.“ „Jahá, þeim finnst, að ekki sé uft, nerna bóndinn hafi sínar 3—4 hundruð þúsund krónur á fáum mánuðum! ... En hafa þau athugað, hvað þeir hafa á skipunum, sem eru með miðlungsveiði — eða næstum enga? . . . Nú, og hafa þau enga hugmynd um sumurin, þegar ekki hefur sézt síld?“ „Hja, rnenn eru nú einu sinni s.vona .. . Nú, alltaf hefur verið að fækka fólki í átthuögum þínum — já, beinlínis eyðast byggðin sums stað- ar á Vestfjörðum!” Hana, kom vel á vondan, en ég svara: „Já, satt er það, en til þess liggja nú ekki svo ýkja óskiljanlegar ástæður, en raunar allt aðrar en hér eru iyrir hendi. Ég hygg, að ef átt hefði að halda í byggð sumum býlum og jafnvel sveitum, sem þar hafa eyðzt, hefði fæst af því verið gert, sem hefur haft í för með sér mest af þeirri velsæld, sem meginþorri þjóðarinnar á nú við að búa. F.n þar fyrir tel ég víst, að byggðin aukist mjög á ný í mínum átthög- um, þó að hún verði með dálítið öðrum hætti en áður.“ „En hér í héraðinu liafa svo sem margir orðið að hætta búskap af öðrum ástæð- UIU en þeim, að þeir hafi kosið það sjálfir." . . . Ég spyr nánar út í þetta. „Jú, aldraður bóndi hefur orðið að hætta búskap, því að engin af börnum hans hafa staðnæmst heima — og enginn vill rífa sig upp úr góðum aðstæðum og farsælu starfi í kaupstað — eða úr annarri sveit, — og svo hefur J)á jörðin verið seld. Líka hafa hjón orðið að hætta að búa vegna heilsuleysis annaðhvort bóndans eða húsfreyjunnar, — ekki einu sinni reynzt gerlegt að fá aðkeypta hjálp.“ „Unga fólkið, — það fer til Reykjavíkur — eða eitthvað að sjávarsíðunni, í fjölmennið, glauminn." Niðurstaðan af öllum mínum viðræðum við bændur í góðum húskaparhéruðum, þar sem samgöngur eru sæmilegar, um efnahags- mál stéttarinnar verður sú, að sára fáir hafi hætt að búa vegna ]>ess, að þeir hafi ekki kornizt allvel af, — og þrátt fyrir mikla fjárfestingu ~~ og of mikla í vélum, miðað við það, sem ég þekki til hjá bændum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.