Eimreiðin - 01.05.1966, Síða 31
í SÍÐASTA SINN
119
a dyr hjá honum, óframfærin og
uppburðarlaus, hlustaði, lagði eyra
Vlð, beygði sig, opnaði aðeins rifu,
syo að hún gæti stungið höfðinu
í gættina; þannig beið hún með
°ttablöndnu augnaráði þar til
hann kinkaði kolli til rnerkis um
að henni væri heimilt að koma inn
fyrir. Og þá ljómuðu augu hennar
gleði og þakklátssemi. Þrátt fyr-
Jr aldurinn var hún enn liðug í
hreyfingum og smaug mjúklega inn
fyrir og lokaði lnirðinni hljóðlaust
á eftir sér. Hún var lítið eitt skjálf-
hent, og það vottaði fyrir geðshrær-
lngu, þar sem hún stóð rétt innan
v'ð dyrnar, dálítið hokin og eins
fyrirferðalítil og hún mátti við
homa; néri hendurnar og skotraði
hl hans rauðhvörmuðum augum.
— Hvað er það nú?
Þetta sagði hann í hvert skipti
þegar hún kom, dálítið önuglega.
hn nú þekkti hún hann og varð
ekki eins bilt við og í fyrstu. Hún
shotraði augunum til dyranna ...
hað voru allir svo uppteknir ...
ffg SVO hélt hún áfram að horfa á
hann, sem lá aftur á bak uppi á
^gubekknum. En hún stóð alltaf
hyrr í sömu sporum, eins og þjón-
ustustúlka, sem býður fyrirskipun-
ar- Undir svuntunni sinni lumaði
hún á einni ölflösku handa hon-
l,ni. Það varð henni stundum örð-
l'gt að öngla saman fyrir þessari
einu flösku á dag. En hún reyndi
aht sem hún gat til þess að verða
Ser úti um aurana. Ef allt annað
brást, bað hún forslöðukonuna
eða stúlkurnar.
í hvert skipti, sem hún kom inn
til hans, hvíslaði hún:
— Ég er hérna bara með einn
öl lianda þér ...
Rödd hennar var gömul og
mæðuleg; hún stóð kyrr og eins
og beið, en þorði ekki að taka
flöskuna undan svuntunni fyrr en
hann kinkaði kolli; og hann kink-
aði kolli lil merkis um að henni
væri velkomið að koma með flösk-
una og setja hana frá sér. Helzt
hefði hún viljað mega rétta honum
hana, en hún lét hana á gólfið eins
og hann bauð, setti hana frá sér
þannig, að hann gæti án minnstu
áreynslu seilzt eftir henni . . . En
á þeirri stundu var hún líka nærri
honum. Mest langaði hana til þess
að koma rétt við hann, en það
þorði hún ekki. í hvert skipti
spurði hún:
— Hefurðu nokuð til að opna
hana með? Hann vanhagaði ekki
um það; hún vissi það svo sem vel,
en hún var líka með upptakara,
hafði stolið honum í eldhúsinu ...
Síðan stóð hún kyrr um stund.
— Þetta er gott, sagði hann með
viðurkenningu í rómnum. En það
þýddi líka, að hún mætti fara.
Samt sem áður dirfðist hún að
hinkra aðeins við. Hún horfði á
liann, gagntekin, ráðalaus, og von-
aði að hann myndi líta á sig, ef
til vill segja eitthvað. Stórar og
hnýttar hendur hennar titruðu.