Eimreiðin - 01.05.1966, Síða 53
meðferð ijfandi máls
141
Þessum mállýzkuflokkum lýsii' dr. Björn svo í bók sinni „Breyt-
ingar á framburði og stafsetningu". Kynnir hann flokkana fyrst með
framburði nokkurra dæma, en ræðir síðan um þá með hliðsjón þess,
að þeir gœtu liver um sig komið til greina við val samræmds fram-
burðar. Dr. Björn velur fimm sjónarmið, sem hann telur mestu
nráli skipta við samræmingu framburðar: upprunasjónarmið, út-
breiðslusjónarmið, kennslusjónarmið, fegurðarsjónarmið og staf-
setn ingarsj ó narm i ð.
Þegar dr. Björn talar um uppruna eða upprunalegan framburð,
‘i hann við framburð fornmálsins, en málfræðingar telja venjidega
fornmál ríkja frá upphafi íslandsbyggðar og fram um 1300. Um
útbreiðslu einstakra mállýzkna nú á dögum studdist hann við rann-
sóknar sínar og er þeim lýst í I. bindi rits hans um mállýzkur, en
þasr taka til um 10.000 manna eða hljóðhafa í landinu og voru
framkvæmdar nálega í hverri sveit og hverjum kaupstað. í sam-
bandi við kennslusjónarmiðið bendir hann á hve framburður sé
niisjafnlega hæfur til kennslu og náms, auðveldur eða erfiður. Tel-
ur hann að þessu verði að gefa nokurn gaum við samræmingu fram-
burðar. Um kennsluhæfi fékk dr. Björn reynslu á tveim framburð-
arnámskeiðum, sem hann liélt í Reykjavík 1946. Annað var fyrir
barnakennara, og var þar bæði kennd almenn hljóðfræði nútíðar-
uaálsins og framburður ýmisa mállýzkna. Hitt var fyrir börn í Laug-
arnesskólanum, o<> var um hreina framburðarkennslu að ræða.
Þaldi hann þessi námskeið hafa sannað, að unnt sé að kenna bæði
fullorðnu fólki og börnum allar helztu mállýzkur í landinu á til-
tölulega skömmum tíma, ef rétt er að farið.
Tillögur dr. Björns Guðfinssonar um samræmingu íslenzks fram-
burðar voru í stuttu máli þessar:
I. Samræma skal í aðalatriðum íslenzkan nútímaframburð,
enda grundvallast samræmingin á úrvali úr lifandi mállýzk-
um, en ekki endurlífgun forns framburðar sem horfinn er
með öllu úr málinu.
II. Velja skal til samræmingarinnar að svo stöddu:
1) réttmœli sérhljóða,
2) hv-framburð, kringdan og ókringdan,
3) harðmæli, en hafna skal þá jafnframt flámœli, kv-
framburði og linmceli.