Eimreiðin - 01.05.1966, Qupperneq 66
154
EIMREWIN
sinni tapaður, en þetta man ég:
Allt verður fagurt á tungu Guð-
mundar Friðjónssonar, hann getur
jafnvel bölvað fallega.
Á öðrum fundi flutti Sigfús
Benediktsson erindi um Omar
Khayyam og las fáeinar vísur eftir
jictta skáld í íslenzkri þýðingu sem
liann hafði gert fyrstur allra ís-
lendinga. Fáir lásu kvæði eftir
sjálfa sig og enginn í jreim tilgangi
að láta hina gagnrýna Jrau. Furðu
íá þeirra kvæða birtust í Dagskrá
II, fáein í Heimskringlu, Freyju,
tímariti Margrétar Benediktsson
og Almanaki Sigfúsar Benedikts-
sonar.
Þegar frá leið birtist kvæði eftir
Hjálmar Þorsteinsson í tímaritinu
Breiðablik og eitt kvæði eftir Þorst.
Þ. Þorsteinsson. Þótti Jjað stór sig-
ur og sómi að komast Jnir inn.
Aðeins einu sinni á fundi Iieyrði
ég Sigurð Júlíus lesa kvæði eftir
sjálfan sig, en fór oft með kvæði
sem hann kunni eftir upprenn-
andi skáld á íslandi og minntist
mjög hlýlega rithöfunda þar sem
hölluðust að mannúðar og jafnað-
arstefnunni. — Mér fannst Jretta fé-
lag okkar ekki fjarri Jjví að vera
bókmennlafélag, þó engum dytti
í hug að nefna Jrað því nafni. Einu
sinni var okkur líkt við Fjölnis-
menn! En við tókum því sem mein-
lausu háði. Við mundum hafa
fagnað Jrví ef einhver hefði verið
svo vitlaus að trúa Jdví.
Nokkrir óboðnir aufúsu gestir
komu á fundina sitt í livert skipt-
ið. Einn þeirra var Arnór Árna-
son, námafræðingur frá Chicago,
sjálfsagt til að leita eftir gulli-
Hann kom aðeins inn fyrir dyrnar,
leit yfir hópinn og fór svo út aftur.
I-Iann var sá sem gaf út rit Gests
Pálssonar í félagi við Sigurð Júb
Jóhannesson.
Annar í röðinni var séra Stefán
Sigfússon, ]>á lyrir skömmu kom-
inn frá íslandi. Hann var ljóðelsk-
ur, „orti sjálfur og svo var hann
líka frændi minn“. Hann hafði
Jregar gerzt nafnkenndur fyrir af-
reksverk, lent í áflogum og rysk-
inguin við hérlenda menn, ekki
man ég live marga í senn (á hótels
knæpu niðri í bæ) og borið sætan
sigur af hólmi, hent Jieirn ölluni
út um dyr eins og flysjuðum kar-
töflum, skundað síðan opinberlega
eftir strætinu heim til sín og dreg-
ið annan skósólann sinn á eftir
sér, ósærður að öðru leyti.
Um hann gekk önnur saga; hann
var Jiá til húsa hjá séra Rögnvaldi
Péturssyni sem var honum einkai
góður og ræktarlegur. Tveir Har-
vard háskólamenn frá Boson voru
í hádegisboði hjá séra Rögnvaldi
og frú hans. Séra Rögnvaldm
kynnti heiðursgestunum reverend
pasor Stefán Sigurðsson frá ís'
landi. Eftir að allir höfðu sett a
sig bleyjurnar og setzt að borðum.
tóku heiðursgestirnir, af eldlegum
áhuga, að ávarpa séra Stefán a
Walters Paters klassisku ensku. Þá