Eimreiðin - 01.05.1966, Side 67
HAGYRÐINGAFÉLAGW OG SIGURÐUR JÚLÍUS JÓIIANNESSON
155
leit séra Stefán bænaraugum til
séra Rögnvaldar og bað hann að
Ulkynna þeim, að hann, nota bene,
sera Stefán Sigfússon, kynni ekki
01'ð í ensku og gæti ekki tekið þátt
1 samræðunum á þeirri tungu — og
óskaði eftir að þeir mæltu á latínu!
Við skilmælin sló þögn niður á
borðið svo lieyrðist langar leiðir.
Sem gestur okkar á félagsfundin-
um lét séra Stefán lítið til sín taka
(hann mun hafa aðeins komið til
;ið hlusta), kveikti í pípu sinni og
ilyarf í skýi, sópaði því frá sér með
báðum höndum þegar á liann var
yrt, kom fram úr skýinu og hvarf
svo inn í það aftur.
í'riðji gesturinn okkar var séra
Jóhann Sólmundsson. — Eftir að
irafa orðið tólf barna íaðir gerðist
Iwnn Master of Arts við Manitoba
háskólann. Hann var afburða
wælskumaður og sá eini gestanna
sent flutti formlega ræðu. — Hann
var okkur hlýr og vinveittur, lauk
máli sínu með því að segja að mik-
hs mætti vænta af þessum félags-
skap.
Vfirleitt sátu félagsmenn ekki
Þegjandi. Þeir ræddu um allt sem
var efst á baugi og þeim fannst sig
varða. Því má ekki gleyma, að oft
er meira að græða á samtali manna
en mörgum ræðum.
Þegar okkur fannst tími til kom-
inn, gerðum við allir tillögu um að
^tephan G. Stephansson yrði kjör-
11111 heiðursfélagi, allir studdu og
clhir samþykktu jjað. Var Þorsteini
Þ. Þorsteinssyni falið að tilkynna
honum jxið. Orti Stephan þá liið
gullfallega kvæði, Hendingar til
hagyrðinga, og birti i tímaritinu
Freyju.
Það skeði og í þann tíma, að
á fundi las Hjálmar Þorsteinsson
fjölda óprentaðra kvæða eftir Þor-
björn Bjarnason-Þorskabít. Urðum
við svo gagnhrifnir allir, að Þor-
steinn Þ. Þorsteinsson var tafar-
laust kvaddur í einu hljóði til að
tilkynna Þorbirni að hann væri
jjegar kjörinn lieiðursfélagi Hag-
yrðingafélagsins. Var Jjetta hin
fyrsta opinbera viðurkenning sem
hann hafði fengið sem skáld og
fyrsta opinbera sæmd sem lionum
hafði verið sýnd fyrir skáldskap
sinn. Við fundum líka með sjálf-
um okkur að jjetta var okkar eig-
inn sómi. Hið ágæta skáld varð
okkur jjakklátt langt um skör fram
og orti til okkar prýðilegt kvæði.
Það var prentað í Dagskrá II.
Þrátt fyrir alla Jjessa velgengni
urðum við þess varir að félagsskap-
ur okkar var af ýmsum illa séður
og hafður í flimtan. Hvort sem Jjað
var orsökin eða ekki, voru Jjeir
séra Jón Bjarnason og séra Friðrik
Bergmann kjörnir heiðursfélagar.
Gerðu Jjeir ekki að anza. Virtist
okkur sem hér hefði verið í ofmik-
ið ráðist. En Adam var ekki lengi
í Paradís; snemma á næsta ári var
þeim vikið frá vegna vanrækslu við
félagið! Var Þorsteini Þ. Þorsteins-
syni að sjálfsögðu falið að tilkynna