Eimreiðin - 01.05.1966, Síða 72
160
EIMREIÐIN
guð lolaði. Nú eí til þess kæmi
máttum við eiga von á að svarið
yrði innibundið í forníslenzku ljóð-
formi og á norrænni tungu, því að
Vésteinn var skáld gott og kröft-
ugt. Ekkert var fengist um það,
hvernig efninu í svarinu yrði hátt-
að, heldur hitt, að kvæðið yrði öllu
félaginu til sóma, þó enginn legði
hönd þar að verki nema Vésteinn.
Einnig voru raddir uppi um það,
að við hefðum ástæðu til að rnikl
ast af að einn var þó úti í Dan-
mörk sem fylgzt hafði með okkar
bókmenntalegu störfum.
ENGIN ALDURSTAKMÖRK.
Ungverski rithöfundurinn Molnar liföi landfiótta í Ameríku á elliárum sínunt,
og þegar hann var sjötugur varð hann ástfanginn af stúlku í New York, sem var
49 árum yngri en hann. Vinir hans vöruðu hann við þessu ástarævintýri og
sögðu: „Hugsaðu út í það, að þú ert sjötugur en stúlkan aðeins 21 árs.“
„Hvað kemur það málinu við?“ svaraði sá ástfangni.
„Kannski er ekkert við það að athuga í sjálfu sé, en athugaðu það, að þeg‘,r
þú verður áttræður verður stúlkan ekki nema 31 árs,“ sögu vinir hans.
„Já, hverju skiptir það, sagði sá gamli. „I>egar ntaður er ástfanginn í stull>u’
hefur aldur hennar ekki svo mikið að segja.“