Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1966, Page 102

Eimreiðin - 01.05.1966, Page 102
100 E1MRF.MIN en höfundurinn virðist gera sér far um að halda til liaga ýmsunt fáheyrðum orðum og setningum, jafnvel stað- hundnum mállýzkum, sem flestar mun mega rekja til Suðausturlandsins eða Austfjarða, en á Jjeim slóðum mun höfundurinn lengstum ltafa alið aldur sinn, en nú er liann búsettur í Vest- mannaeyjum. Heimur i fingurbjörg er haglega gerð skáldsaga og tekur, að mínum dómi, fram Jieim smásögum, sem ég hef lesið eftir Magnús frá Hafnarnesi. Þó ber hún að ýmsu leyti einkenni góðrar smásögu. Stíllinn er hnitmiðað- ur og laus við málalengingar, en at- burðarásin hröð og stígandi. Lesand- inn fær sjálfur að ráða í ýmislegt milli línanna, og oft gerist löng saga milli kaflaskila, Jiótt fáum orðum sé ])ar eytt til skýringa. Þetta er saga bardúsmannsins, ein- yrkjans við sjávarþorp, þar sem rnenn lifa jöfnum höndum á nytjum lands °g sjávar, eru smábændur og smáút- vegsmenn, sjálfstæðir í sínu striti, eigin húsbændur til sjós og lands, eng- um háðir nema höfuðskepnunum og kaupmanninum, sem að vísu getur ver- ið ærið harðsnúin höfuðskepna bjarg- arlitlum heimilum, Jtegar innleggið hrekkur ekki fyrir verzlunarskuldinni. Söguhetja bókarinnar, Guðmundur Einarsson á Nesi — oftast nefndur hann — er harðduglegur, þrekmikill og Jjrályndur, býður flestu byrgin og bar- dusar daginn út og daginn inn og jafnvel um nætur líka. En þrátt fyrir atorku hans og eljusemi, kemst hann aklrei í álnir, enda eru krepputímar. Þar við bætist mörg æviraun, brigðult barnalán og heilsuleysi konunnar, sem leiðir til Jjess að hún sturlast og er flutt brott af heimilinu. Og árin Iíða, og börnin hverfa einnig af Nes- inu, heimilið flosnar upp og hann situr einn eftir í kotinu. Þó vill hann ekki gefast upp. Það er ekki fyrr en aðsvif og önnur vesöld draga úr honunt kjarkinn, að dótturinni, sem gift er í Reykjavík, tekst að lokka hann suður. „Hann fargaði skepnunum um liaust- ið og seldi bátskektuna. Það var hon- um þung raun, og þegar því var lokið, fannst honum hann ekki eiga lengur neitt haldreipi í heiminum." En „borg- arvera hans hafði ekki staðið lengi, Jiegar setti að honum. Hann var í vandræðum nteð Jtessar stóru hendur. Þær skorti starf, strit, átök.“ ... Og' hann fær vinnu við gatnagerð. En hann kann ekki verklag tímakaups- mannanna, böðlast eins og hann eigi lífið að leysa, eirir sér einu sinni ekki hvíldar í kaffitímunum, en hamast með hakann meðan aðrir hvílast. Fyr- ir þetta hlýtur hann aðeins háð og fyrirlitningu samstarfsmannanna. Og Jjar kemur, að hann gengur fram af sér í stritvinnunni, hnígur niður og vaknar upp á spítala með hvítklædda skuplukonu yfir sér. Hann er dænitl- ur úr leik, og Jió hann komizt á kreik aftur, unir hann ekki þessu framandi umhverfi í borginni. „Þráin heim til æskustöðvanna sat í honum, ólgaði í vitund hans, draumum, Iífi.“ Og þegar vorar treður hann í pausa sinn og heldur austur nteð strandferðaskipi- Og þegar hann sér Nesið sitt blessað koma móti sér í morgunmóðunni, vor- grænt fram í sæ, Jienjast nasir hans út eins og á strokuhesti, sem finnur ihu |>ess lyngs, sem ól hann í æsku. Bráð- um yrði hann kominn heim . • • Og J)ar endar sagan, að sjómenn úr kaup- túninu finna hann látinn framan við eldstæðið í kofanum á Nesinu, sitjandi í stóli með silfurhært höfuðið í gaupn- um sér, líkt og hann svæfi. í sjálfu sér er Jietta óbrotin saga erfiðisvinnumanns, oggæti átt sérhlið- stæðu í veruleikanum. En það er vel á þessu efni haldið, og niðurstaða sög-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.