Eimreiðin - 01.05.1966, Síða 102
100
E1MRF.MIN
en höfundurinn virðist gera sér far um
að halda til liaga ýmsunt fáheyrðum
orðum og setningum, jafnvel stað-
hundnum mállýzkum, sem flestar mun
mega rekja til Suðausturlandsins eða
Austfjarða, en á Jjeim slóðum mun
höfundurinn lengstum ltafa alið aldur
sinn, en nú er liann búsettur í Vest-
mannaeyjum.
Heimur i fingurbjörg er haglega
gerð skáldsaga og tekur, að mínum
dómi, fram Jieim smásögum, sem ég
hef lesið eftir Magnús frá Hafnarnesi.
Þó ber hún að ýmsu leyti einkenni
góðrar smásögu. Stíllinn er hnitmiðað-
ur og laus við málalengingar, en at-
burðarásin hröð og stígandi. Lesand-
inn fær sjálfur að ráða í ýmislegt
milli línanna, og oft gerist löng saga
milli kaflaskila, Jiótt fáum orðum sé
])ar eytt til skýringa.
Þetta er saga bardúsmannsins, ein-
yrkjans við sjávarþorp, þar sem rnenn
lifa jöfnum höndum á nytjum lands
°g sjávar, eru smábændur og smáút-
vegsmenn, sjálfstæðir í sínu striti,
eigin húsbændur til sjós og lands, eng-
um háðir nema höfuðskepnunum og
kaupmanninum, sem að vísu getur ver-
ið ærið harðsnúin höfuðskepna bjarg-
arlitlum heimilum, Jtegar innleggið
hrekkur ekki fyrir verzlunarskuldinni.
Söguhetja bókarinnar, Guðmundur
Einarsson á Nesi — oftast nefndur
hann — er harðduglegur, þrekmikill og
Jjrályndur, býður flestu byrgin og bar-
dusar daginn út og daginn inn og
jafnvel um nætur líka. En þrátt fyrir
atorku hans og eljusemi, kemst hann
aklrei í álnir, enda eru krepputímar.
Þar við bætist mörg æviraun, brigðult
barnalán og heilsuleysi konunnar, sem
leiðir til Jjess að hún sturlast og er
flutt brott af heimilinu. Og árin
Iíða, og börnin hverfa einnig af Nes-
inu, heimilið flosnar upp og hann
situr einn eftir í kotinu. Þó vill hann
ekki gefast upp. Það er ekki fyrr en
aðsvif og önnur vesöld draga úr honunt
kjarkinn, að dótturinni, sem gift er í
Reykjavík, tekst að lokka hann suður.
„Hann fargaði skepnunum um liaust-
ið og seldi bátskektuna. Það var hon-
um þung raun, og þegar því var lokið,
fannst honum hann ekki eiga lengur
neitt haldreipi í heiminum." En „borg-
arvera hans hafði ekki staðið lengi,
Jiegar setti að honum. Hann var í
vandræðum nteð Jtessar stóru hendur.
Þær skorti starf, strit, átök.“ ... Og'
hann fær vinnu við gatnagerð. En
hann kann ekki verklag tímakaups-
mannanna, böðlast eins og hann eigi
lífið að leysa, eirir sér einu sinni ekki
hvíldar í kaffitímunum, en hamast
með hakann meðan aðrir hvílast. Fyr-
ir þetta hlýtur hann aðeins háð og
fyrirlitningu samstarfsmannanna. Og
Jjar kemur, að hann gengur fram af
sér í stritvinnunni, hnígur niður og
vaknar upp á spítala með hvítklædda
skuplukonu yfir sér. Hann er dænitl-
ur úr leik, og Jió hann komizt á kreik
aftur, unir hann ekki þessu framandi
umhverfi í borginni. „Þráin heim til
æskustöðvanna sat í honum, ólgaði í
vitund hans, draumum, Iífi.“ Og þegar
vorar treður hann í pausa sinn og
heldur austur nteð strandferðaskipi-
Og þegar hann sér Nesið sitt blessað
koma móti sér í morgunmóðunni, vor-
grænt fram í sæ, Jienjast nasir hans út
eins og á strokuhesti, sem finnur ihu
|>ess lyngs, sem ól hann í æsku. Bráð-
um yrði hann kominn heim . • • Og
J)ar endar sagan, að sjómenn úr kaup-
túninu finna hann látinn framan við
eldstæðið í kofanum á Nesinu, sitjandi
í stóli með silfurhært höfuðið í gaupn-
um sér, líkt og hann svæfi.
í sjálfu sér er Jietta óbrotin saga
erfiðisvinnumanns, oggæti átt sérhlið-
stæðu í veruleikanum. En það er vel
á þessu efni haldið, og niðurstaða sög-