Eimreiðin - 01.05.1966, Side 103
ItlTSJÁ
191
unnar eru hin alkunnu sannindi, að
þangað leitar klárinn, sem hann er
kvaldastur; flestir leita uppruna síns
°g þrá æskustöðvarnar, hvort sem þær
l'afa fært þeim sælu eða sút.
Vafalaust eiga orðabókarmenn eftir
að glugga í þessa litlu og snotru bók
Magnúsar frá Hafnarnesi, og ekki
kæmi mér á óvart, þótt þeir teldu
ástæðu til að vera vel á verði í hvert
sinn, sem heyrist um útkomu nýrrar
bókar frá hans hendi.
I. K.
Selma Lagerlöf: ANNA SVÁRD, 310
bls. Arnheiður Sigurðardóttir
þýddi. Setberg, (Rvík) 1965.
Skáldsaga þessi kom fyrst út í Sví-
þjóð nokkru fyrir 70 ára afmæli skáld-
konunnar árið 1928 og er síðasti liluti
þríþætts skáldverks, ættarsögu Löven-
skjöldanna, þótt misst hafi sumir
þeirra að vísu það ættarnafn um kven-
legg, t. d. öfgapresturinn og eintrján-
ingurinn Karl-Arthúr Ekenstedt. Ætt-
faðirinn var bóndi, sem hafði verið
aðlaður fyrir afrek sín í styrjöld. Uppi-
staðan í fyrsta þætti skáldverksins,
Reimleikanum á Heiðabæ, er yfirskil-
vitleg hefnd. Þess gætir og í öðrum
þætti skáldverksins, Iíarlottu Löven-
skjöld, að uppistaðan er dularfull
befnd. Sagan Anna Svard gerist á fyrra
bluta 19. aldar í Vermalandi og Döl-
Um, þar sem segja má, að skáldkonan
þekki hverja þúfu. Og þegar hún lýs-
lr berragörðum og prestsetrunum þar,
þá er hún í essinu sínu, enda léku
benni landmunir til þessara héraða
beggja. Hins vegar bera sumar mann-
lýsingarnar í Önnu Svárd þess nokkurt
Vltni, að skáldkonan sé farin að yrkja
s’g upp. Séra Karl-Arthúr Ekenstedt
'uinir t. d. um margt á séra Gösta
Berling, — svo og kvonfang þeirra
beggja.
Enda þótt sumum hafi fundizt, að
í skáldsögunni Önnu Svard sé Selmu
Lagerlöf tekið að daprast flugið, þá
er fullvíst, að sumir kapítularnir eru
mjög vel skrifaðir, s. s. Flökkubarón-
inn (Skojarbaronen=Hrekkjabarón-
inn). Sagan Anna Svárd fjallar ntest
unt séra Karl-Arthúr Ekenstedt og
konu hans Önnu Svárd; hún er bæði
ólæs og óskrifandi, en geðug eigi að
síður og er gædd stálheilbrigðum liugs-
unarhætti. í augurn Selmu Lagerlöf er
samdráttur karls og konu fólginn
í sálrænni þrá og snortnu hjarta. Þess
vegna er það með ólíkindum, að séra
Karl-Arthúr Ekenstedt lætur liina ljótu
leiðinlegu og geigvænlegu Theu Sund-
ler stjórna sér, gera sig viðskila við
konu sína, ætt sína og stétt. En skýr-
ingin á því, hve talhlýðinn Karl-
Arthúr Ekenstedt er við Theu, er
geðveila hans sjálfs — eða hitt, að
Thea er tæki hefndarinnar. Það á sent
sé ekki af Lövenskjöldunum að ganga,
að þeim fylgir ýmist draugur - eða
bölvaldur, klæddur holdi og blóði,
eins og Thea Sundler er. Hefnd hlýzt
af hefnd, svo að ekki einu sinni sakleys-
ingjarnir komast hjá óverðskulduðu
böli og þjáningum. í þessu JiríJjætta
skáldverki leitast skáldkonan við að
sameina draugasögur og sálfræðiskáld-
sögur, og veldur það vandkvæðum,
stundum tvískinnungi. Það er Jiver-
sögn, að Karl-Arthúr Ekenstedt gerist
trúboði og guðsbarn í Afríku, meðan
Thea Sundler hefur ekki verið kveðin
niður. Einnig eru ofhlaðnar sarnlík-
ingar, sbr. 54. bls. Þær fara betui í
bundnu máli, (sbr. t. d. Sonartorrek
Gríms Tliomsens).
Anna Svárd er vel gefin út, og þýð-
ingin er prýðileg. Þó hnaut ég um
þetta: af og lil (24. ltls.); sköpuð til
að vera sölukona (74. Uls); setti upp