Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1966, Síða 103

Eimreiðin - 01.05.1966, Síða 103
ItlTSJÁ 191 unnar eru hin alkunnu sannindi, að þangað leitar klárinn, sem hann er kvaldastur; flestir leita uppruna síns °g þrá æskustöðvarnar, hvort sem þær l'afa fært þeim sælu eða sút. Vafalaust eiga orðabókarmenn eftir að glugga í þessa litlu og snotru bók Magnúsar frá Hafnarnesi, og ekki kæmi mér á óvart, þótt þeir teldu ástæðu til að vera vel á verði í hvert sinn, sem heyrist um útkomu nýrrar bókar frá hans hendi. I. K. Selma Lagerlöf: ANNA SVÁRD, 310 bls. Arnheiður Sigurðardóttir þýddi. Setberg, (Rvík) 1965. Skáldsaga þessi kom fyrst út í Sví- þjóð nokkru fyrir 70 ára afmæli skáld- konunnar árið 1928 og er síðasti liluti þríþætts skáldverks, ættarsögu Löven- skjöldanna, þótt misst hafi sumir þeirra að vísu það ættarnafn um kven- legg, t. d. öfgapresturinn og eintrján- ingurinn Karl-Arthúr Ekenstedt. Ætt- faðirinn var bóndi, sem hafði verið aðlaður fyrir afrek sín í styrjöld. Uppi- staðan í fyrsta þætti skáldverksins, Reimleikanum á Heiðabæ, er yfirskil- vitleg hefnd. Þess gætir og í öðrum þætti skáldverksins, Iíarlottu Löven- skjöld, að uppistaðan er dularfull befnd. Sagan Anna Svard gerist á fyrra bluta 19. aldar í Vermalandi og Döl- Um, þar sem segja má, að skáldkonan þekki hverja þúfu. Og þegar hún lýs- lr berragörðum og prestsetrunum þar, þá er hún í essinu sínu, enda léku benni landmunir til þessara héraða beggja. Hins vegar bera sumar mann- lýsingarnar í Önnu Svárd þess nokkurt Vltni, að skáldkonan sé farin að yrkja s’g upp. Séra Karl-Arthúr Ekenstedt 'uinir t. d. um margt á séra Gösta Berling, — svo og kvonfang þeirra beggja. Enda þótt sumum hafi fundizt, að í skáldsögunni Önnu Svard sé Selmu Lagerlöf tekið að daprast flugið, þá er fullvíst, að sumir kapítularnir eru mjög vel skrifaðir, s. s. Flökkubarón- inn (Skojarbaronen=Hrekkjabarón- inn). Sagan Anna Svárd fjallar ntest unt séra Karl-Arthúr Ekenstedt og konu hans Önnu Svárd; hún er bæði ólæs og óskrifandi, en geðug eigi að síður og er gædd stálheilbrigðum liugs- unarhætti. í augurn Selmu Lagerlöf er samdráttur karls og konu fólginn í sálrænni þrá og snortnu hjarta. Þess vegna er það með ólíkindum, að séra Karl-Arthúr Ekenstedt lætur liina ljótu leiðinlegu og geigvænlegu Theu Sund- ler stjórna sér, gera sig viðskila við konu sína, ætt sína og stétt. En skýr- ingin á því, hve talhlýðinn Karl- Arthúr Ekenstedt er við Theu, er geðveila hans sjálfs — eða hitt, að Thea er tæki hefndarinnar. Það á sent sé ekki af Lövenskjöldunum að ganga, að þeim fylgir ýmist draugur - eða bölvaldur, klæddur holdi og blóði, eins og Thea Sundler er. Hefnd hlýzt af hefnd, svo að ekki einu sinni sakleys- ingjarnir komast hjá óverðskulduðu böli og þjáningum. í þessu JiríJjætta skáldverki leitast skáldkonan við að sameina draugasögur og sálfræðiskáld- sögur, og veldur það vandkvæðum, stundum tvískinnungi. Það er Jiver- sögn, að Karl-Arthúr Ekenstedt gerist trúboði og guðsbarn í Afríku, meðan Thea Sundler hefur ekki verið kveðin niður. Einnig eru ofhlaðnar sarnlík- ingar, sbr. 54. bls. Þær fara betui í bundnu máli, (sbr. t. d. Sonartorrek Gríms Tliomsens). Anna Svárd er vel gefin út, og þýð- ingin er prýðileg. Þó hnaut ég um þetta: af og lil (24. ltls.); sköpuð til að vera sölukona (74. Uls); setti upp
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.