Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1973, Síða 5

Eimreiðin - 01.04.1973, Síða 5
Inngangur EIMREIÐIN í bók sinni, Islenzk menning, segir Sigurður Nordal frá tveimur prestum, sem gengu á vog á Eyrarbakka. Annar var bæði magur og mjór, hinn tröll að vexti og burðum og dramb- aði lieldur af mismuninum. Rengluklerkurinn leit á vogina og sagði rólega: „Hvað er þetta á móti stóru nautunum í Ame- ríku?“ Síðan leggur Sigurður út af þessu og segir, að verðmæti þjóða á gullvog sögunnar fari ckki eftir fjölda og veldi. Þessi litla saga mætti vera Islendingum nokkurt íhugunar- efni. Sú spurning lilýtur að vakna, hvort tilvist þessarar 200 þúsund sálna á einum afkima jarðar þjóni einhverjum tilgangi, hvort á einhvern hátt sé réttlætanlegt að revna að viðhalda hér á landi þjóðlegri menningu, virðingu fyrir arfleifð íslendinga, sögu þeirra, bókmenntum og menningu. í viðtali því, sem hér fer á eftir, svarar Sigurður Líndal pi’ófessor, forseti Hins is- lenzka bókmenntafélags, einum þætti þessarar spurningar. Annað mál blaut ólijákvæmilega að bera á góma í viðtali um þjóðerni og menningu Islendinga á þessum tíma: Hversu getur það samrýmzt þjóðlegri menningu og metnaði að leyfa dvöl erlends lierliðs á íslenzkri jörð? í viðtalinu færir Sigurður Líndal gild rök að þvi, að íslendingum sé nauðsyn á því, enn sem komið er, að hafa erlent varnarlið. Hins vegar sé brýnasta verkefnið að reyna að gera áhrif þess sem minnst á íslenzkt þjóðerni, gera varnarliðið ekki samgróið islenzkri menningu, óluta hennar. Taka má undir þessi orð. íslendingar hafa skipað ser í sveit með vestrænum þjóðum og eiga flest sameiginlegt nieð þeim. Þess vegna er eðlilegt, að farið sé bil beggja í sam- skiptum, Islendinga og samtaka vestrænna þjóða. En íslend- ingar verða þó ætíð að gæta þess, að þeir eru aðeins 200 þús- und, eiga sér sérstaka þjóðlega menningu og ber að styrkja bana og treysta sem bezt. Hannes Gissurarson. 93

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.