Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1973, Side 7

Eimreiðin - 01.04.1973, Side 7
EIMREIÐIN ræða um þjóðernismál verður nær eingöngu tyllidagatal, sem átt getur við 17. júní og stundum 1. desember, en alls ekki endranær. Þá er flutt hin margstaðlaða hefðarspeki um ís- lenzkt þjóðerni og sjálfslæði, sem allir kannast við úr hátíða- ræðum þeirra daga og á boðskapinn er hlýtt af því, að það »,á við“, án þess þó að liann komi áheyrandanum yfirleitt nokkurn skapaðan hlut við. Stúdentafélag Reykjavíkur held- ur kannski einna hezt uppi þessari tegund viðtekinnar þjóð- ernisstefnu. Þar er enn háð sjálfstæðisbarátta við Dani, eins og ekkert hafi gerzt síðan 1918. Það eru ekki nema um það bil 10 ár síðan félagið liélt æsingafund um uppkastið frá 1908. Síðustu aðgerðir þess í þjóðernismálum munu hins vegar liafa verið að láta drukkna samkvæmisgesti 1 hófi 30. nóvember 1958 ganga út á Austurvöll á miðnætti og hylla myndastyttu Jóns Sigurðssonar. Annar félagsskapur, sem að vísu getur ekki státað af neinni hlutdeild í sjálfstæðisbaráttunni, hefur lýst því sem stefnumáli sinu að koma þjóðfánanum inn í hverja einustu kennslustofu á landinu. Hann heitir „Junior Chamber“, mun vera samtök ungra kaupsýslumanna og eiga sér uppruna í Bandaríkjunum: m. ö. o. einn hinna mörgu 95

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.