Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1973, Page 8

Eimreiðin - 01.04.1973, Page 8
EIMREIÐIN klúbba, er hér slarfa sem eins konar „alþjóðasamtök“ en eiga sér uppruna í amerískri smáborgarastétt og eru mótaðir af viðhorfum bennar. Ef þetta stefnumál væri vegna ríkrar þjóð- erniskenndar félagsmanna og náinna tengsla við þjóðlega arf- leifð, væri það vissulega góðra gialda vert. Ekkert bendir þó til þess, hvorki nafn félagsins né sá andi, sem þar virðist ríkja. Slík víðtæk notkun þjóðfánans er liins vegar mikið tíðkuð i Bandaríkjunum, og er þá líklega skýringin fundin. — Þegar einhver hreyfir þjóðernismálum utan liinna liefðbundnu tylli- daga eða liins viðtekna forms, t. d. bendir á raunveruleg og ákveðin vandamál þar að lútandi, er það yfirleitt tekið óstinnt upp; þá heitir það, sem á 17. júní er kallað þjóðrækni og ætt- jarðarást, þjóðrembingur, einangrunar- og afturhaldsstefna og nú sést ekkert annað en ókostir þjóðernisstefnunnar og skugga- liliðar hennar. Dæmi um þetta viðhorf eru mýmörg, í Morgun- blaðinu og Vísi t. d. á árunum 196.3—1967 og oft þar fvrir ut- an. Raunar þarf ekki að seilasl svo langt, þvi að í þessu riti, — næstsíðasta hefti, — leggur Jónas Haralz einangrun, róm- anlískt afturhald og draumóra að jöfnu við þjóðernisstefnu. Ég held, að þarna sé í hnotskurn þau viðborf til þjóðernis- stefnu liversdagsins, sem ég er að reyna að lýsa. Merkingar- laust tal um þjóðerni er eitt viðurkennt — allt annað heitir þjóðremlnngur, afturhald, draumórar eða öðrum áþekkum nöfnum. — Þú gerir litið úr þessum ytri einkennum þjóðernisins. Telur þú þau einskis virði? S. L.: Ekki vil ég gera það. Ég er ekki að gagnrýna annað en þá einhliða áherzlu, sem lögð er á að varðveita tiltekin ytri einkenni þjóðernis en láta það að öðru leyti reka á reiðanum. Skoðun mín er sú, að þessi einkenni hafi einungis gildi, þeg- ar að baki býr raunveruleg þjóðernisstefna. Mér virðist sú áherzla, sem lögð er á þau, oft ekki annað en sýndarmennsk- an einber. — 1 viðtali því, sem þú minntist á, ræðir Jónas Ilaralz tengsl róttækni og marxisma. Hvernig fara þjóðernishyggja og marx- ismi saman? S. L.: Það er víst ekki auðvelt að henda reiður á öllum þeim hugmyndum, sem ganga undir nafninu marxismi. Hitt er þó víst, að upphaflega var alþjóðahyggja veigamikill þáttur í kenningum Marx og hann sjálfur andvigur þjóðernisstefnu. Hvort þetta er enn kjarninn i stefnum þeim, sem við hann eru kenndar, veit ég ekki, en tel þó líklegt, að svo sé. En hvað sem því líður, eru dæmi um það hæði gömul og' ný, að marxistar 96

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.