Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1973, Síða 14

Eimreiðin - 01.04.1973, Síða 14
tlMREIÐIN ]iafa slíkt í hámælum. Landhelgisdeilan sýnir þó, hvers vænta má, ef þessar þjóðir telja íslendinga skerða hagsmuni þeirra. Þá er umsvifalaust gripið til efnahagsþvingana, eins og Efnahagsbandalagið gerir nú, meðan ósamið er við Þjóðverja. En þetta, sem hér er sagt, á elcki eingöngu við um nágranna- þjóðir okkar. Ég tel allsendis óvíst, að Kínverjar, vinveitt stór- veldi, sem við verðum að taka nokkurt tillit til, hafi áhuga á því, að skipan varna á Islandi sé breytt. Ráða þar deilur þeirra vlð Rússa. Við verðum sem sé að gera okkur ljóst, að við erum háðir stórveldunum í vestri og höfum í reynd alls ekki óheft svigrúm, þótt annað sé venjulega látið í veðri vaka. Þrátt fyrir þetta finnst mér, að íslendingar megi eftir atvikum vel við það nágrenni una, sem þeir húa við. — Ilvernig væri eðlilegt að skipa landvörnum á íslandi, ef ekki kæmu til eindregnar óskii nágrannaríkjanna, þ. e. ef fs- lendingar væru óbundnir af vilja þeirra? S. L.: Ég treysti mér ekki lil þess að svara því. Við hljótum að sjálfsögðu að meta, livort við eigum sameiginlega hagsmuni með þessum þjóðum, t. d. Bandaríkjamönnum, Dönum og Norðmönnum. Málið liefur aldrei legið fyrir á þann hátt, sem um er spurt og fyrirfram er ekki hægt að útiloka neina skipan mála, ef aðstæður breyttust. En eins og málum er nú háttað, álít ég, að við hljótum í þessum efnum að meira eða minna leyti að taka mið af nágrannaþjóðunum. í sáttmála Atlants- hafsbandalagsius segir, að árás á eitt aðildarríkið jafngildi árás á þau öll. Ýmsir hafa varpað fram þeirri spurningu, hvort þetta ákvæði eitt sé okkur ekki næg trygging. Um það má að sjálfsögðu deila, en fer þó í reynd eftir afstöðu nágrannaríkj- anna. SAMSKIPTI ÍSLENDINGA OG VARNARLIÐSINS — Þú hefur talið, að samskiptum íslendinga við varnarliðið sé ekki skipað á þann hátt, sem beztur væri. Hvort veldur þessu linkind íslenzkra ráðamanna eða yfirgangur varnarliðsins? S. L.: Hvorttveggja. Eins og ég hef áður tekið fram, hættir stórveldum mjög til að lifa í einangruðum menningarheimi og þröngva eigin menningu upp á smáþjóðir í grennd við sig, bæði vitandi og óvitandi. Þetta á ekki sízt við um Bandarikja- menn. Hvar sem Bandaríkjamaður fer, er eins og hann þurfi að hafa landið sitt i farangrinum. Eitt af mörgum dæmum um þetta er einmilt hermannasjónvarpið i Keflavik. Ég hef reynd- ar aldrei skilið, af hverju hermennirnir geta ekki notað íslenzka sjónvarpið, sem er livort eð er að mestu leyti á ensku. Væri það 102

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.