Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1973, Side 16

Eimreiðin - 01.04.1973, Side 16
EimreiðiM inni, enda býður liún upp á það. Þáttur embættismanna og sér- fræðinga í þessum málum er með ólíkinduin. Þeir hafa hagað sér eins og æstustu erindrekar Bandaríkjamanna, en stjórnar- herrarnir nota sér þá til að skýla sér. — Þegar er svo háttað, sem þú hefur nú lýst, hvernig getur þú þá mælt dvöl varnarliðsins hér bót? Þú segir einmitt í ræðu 1. des. 1965: „Sjónvarp þetta flytur menn úr íslenzku menn- ingarumhverfi og þá einkum yfir í handaríska múgmenningu. Það gerir fslending að Bandaríkjamanni í hugsunarhætti eða öllu iieldur bandarísku múgmenni.“ S. L.: Eins og ég hef áður sagt, erum við í öryggismálum í aðstöðu, sem við ráðum lítið við. í reynd höfum við ekki úr- slitavald um það, hvort hér er varnarlið eða ekki. Við þeirri staðreynd verður að bregðast af skynsemi og reyna að skipa málum þannig, að dvöl þess trufli íslenzkt þjóðlíf sem minnst. Um þau efni getum við ráðið miklu, en þá bregðast stjórn- málaforingjar okkar gersamlega og láta allt reka á reiðanum. Það var sérstaklega við þessu, sem ég vildi vara 1965, án þess að það hafi borið mikinn árangur, og er noklcuð sama hvaða flokkur á hlut að máli. — Hvað telur þú rétt að gera lil þess að draga úr óæskileg- um álirifum hersetunnar? S. L.: Æskilegast væri að flytja herstöðina úr þéttbýli, en á því eru þó vafalítið vandkvæði, en þessa lausn tel ég þó að kanna ætti.* Einnig hefur verið rætt um að fá hersveitir ann- arra þjóða. Ég er að vísu vantrúaður á, að það leysi nokkurn vanda. Heppilegasl er að reyna að einangra herstöðina sem mest, þó að ekki þurfi að loka menn þar inni eins og fanga. Iierstöðvar eru alls staðar vandamál og á þær settar ýmsar hömlur, t. d. í Bandaríkjunum sjálfum. Ekki ætti að þurfa að taka fram, að frá þessari herstöð á ekki að reka neins konar fjölmiðlun fyrir íslendinga, hvorki útvarp né sjónvarp. Ýmsir hafa talið rétt, að íslendingar tækju að sér ýmis störf í her- stöðinni, en erfiðara er þá um alla einangrun. Bezt væri að sjálfsögðu, ef við gætum rekið þessa stöð sjálfir að öllu leyti, en þess er enginn kostur nú. — Hver eru lielztu sjáanleg áhrif handarískrar hersetu á menningu og þjóðerni íslendinga? S. L.: Ég held, að almennt megi segja, að margvislegar hætt- ur steðja að íslenzku Jijóðerni og menningu, og þær koma vissulega víðar að en frá herstöðinni. Ef henda á sérstaklega á eitt atriði, sem hættu veldur, yrði það afþreyingariðnaður nútímans, múgmenningin. Hún stofnar reyndar hámenningu 104

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.