Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1973, Síða 20

Eimreiðin - 01.04.1973, Síða 20
EIMREIÐIN flokka. Hliöstæður við þetta raá vafalaust finna í þriðja heim- inum, þar sem einatt fer saman eins konar marxismi og þjóð- ernishyggja. Vafalaust veldur hér einhverju eindregin and- staða Alþýðubandalagsins og fyrirrennara þess við þá stefnu í utanríkismálum, sem fylgt hefur verið. Þetta er þó ekki ein- hlítt til skýringar. Ég er sannfærður um, að innan flokksins er sterkur þjóðernisandi óháður afstöðu til einstakra ágrein- ingsmála, — þjóðernisandi, sem var reyndar einu sinni til í Sjálfstæðisflokknum, en virðist nú mjög hafa dofnað. — Telur þú Alþýðubandalagið hafa þá virðingu fyrir forn- um hefðum og þjóðlegri arfleifð, sem þú álítur æskilega? S. L.: Mér skilst, að áhangendur Alþýðubandalagsins telji það vera róttækan vinstriflokk og eftir því, sem ég hef skilið áróðursmenn þess, vill það kollvarpa og bylta flestu í núver- andi þjóðskipulagi. Því mætti ætla, að i þessu umróti yrði mörgu á glæ kastað, sem teldist til þjóðlegrar arfleifðar. — Veruleikinn sýnist mér þó allur annar. Ég sé ekki betur en Alþýðubandalagið lagi sig prýðilega að þjóðfélaginu eins og það er, bæði kostum þess og ekki síður göllum. í öllum aðal- atriðum er fylgt sömu stefnu og fyrr, jafnvel þeirri, sem harð- lega var gagnrýnd. Eru þar stóriðjumálin gleggst til vitnis- burðar. Hér er sem sé nokkurt ósamræmi á milli orða og at- hafna. — Hins vegar er flokkurinn mjög þjóðernissinnaður eins og fyrr sagði, og er það mjög á oddi í áróðri hans. Að því leyti er hann varðveizluhneigður og íhaldssamur. Reyndar má segja, að hugmyndafræði taki á sig undarlegar myndir, þegar Alþýðubandalagið er orðinn fulltrúi íhaldssemi og varðveizlu- hneigðar. — Þá er annað ekki síður athyglisvert: Margir vinstri- menn telja sig ekki geta átt samleið með Alþýðubandalaginu, og virðast þar ráða einhver sérsjónarmið um „hreinan og ómengaðan“ marxisma eða þeim finnst flokkurinn um of sam- lagaður ríkjandi þjóðfélagslcerfi. Meðal þessara sérhyggju- manna virðast margir vera eins konar stjórnleysingjar, eins og ég vék að áðan. Þótt ég kunni ekki sem bezt skil á skoðun- um þeirra, sýnast mér margir þeirra vera mjög þjóðernissinn- aðir. Ráðsettir borgarar hafa hinn mesta ýmugust á þessum hávaðasömu, tötrum klæddu og skítugu óeirðaseggjum, sem virðast hafa það eitt að markmiði að rífa niður þjóðskipulag- ið og allt annað gamalt og gott. En hver er þá hlutur þeirra ráðsettu, sem telja verður uppistöðuna í hinum „þögla meiri- hluta“, sem ætti að vera burðarás þjóðfélagsins ef allt væri með felldu? Því er fljótsvarað: Afskipta- og sinnuleysi, léttúð og skammsýni. I þessum hópi er það fólk, sem m. a. lætur sér

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.