Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1973, Side 25

Eimreiðin - 01.04.1973, Side 25
EIMREIÐIN að vera vel pússaður og það má engin rispa vera í kvikasilfrinu, sagði hún. Ég heyri oft einkennilegar raddir, þegar ég er ein heima. Og svo rödd guðs i speglinum. Ég lief aldrei séð þennan spegil, sagði liún, en hann hlýtur að vera einhvers staðar í svefnlierberginu. Hún andvarpaði. Sagði að enginn vildi hjálpa sér. En það væri verst að fáir tryðu þvi sem liún segði. Samt væri það allt satt og rétt. Hún sagði að presturinn hefði lofað að taka málið í sínar hendur. En hann er svo hægur, bætti liún við. Og svo er hann alltaf með hugann við ómerkilega liluti. Hann segist aldrei hafa heyrt guð tala í speglinum sínum. Þetta getur varla verið góður prestur. Og ég treysti honum ekki almennilega. Ég spurði hvort hún gæti ekki snúið sér til annars prests. Hiin varð döpur í bragði, allt að því hrygg. Iiún liristi höfuðið. Og bætti við að Sálarrannsóknarfélagið, KFUM, aðventistar og Hvitasunnusöfnuðurinn kæmu ekki til greina. Þeir hefðu aðra spegla, heyrðu aðrar raddir, sæju aðrar myndir, aðra guði en hún. Það væri þá helzt Hjálpræðisherinn eða vottar Jehóva. Nú stóð hún upp. Hún sagði að ég yrði að koma með sér lieim í svefnherbergið, hlusta á raddirnar og horfa í spegilinn. En hún yrði alltaf að fara úr öllum fötunum til að heyra þessar raddir, 113

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.