Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1973, Síða 27

Eimreiðin - 01.04.1973, Síða 27
EIMREIÐIN að senda liann til dýralæknis. Mikil lifandis ósköp kvíði ég fyrir að missa hann. Ég kinkaði kolli. Það skiptir ekki máli, sagði ég. Skiptir ekld máli? Augun í henni urðu eins og tvær glærar kúlur, svo breytt- ust þau í gráhvít, ógagnsæ vögl, sem störðu á mig. Það skiplir nú líklega máli, eins og hann hefur verið vondur við mig í seinni tíð. Veiztu ekki hvað hann er vondur við mig? Hann segist niundu drepa mig ef hann væri ekki svona hræddur um að ég gengi aftur. Hann skammar mig á hverjum einasta degi og svo leggjum við kapal. Fyrst legg ég kapal og svo leggur hundurinn kapal. En hvað er þetta þarna? Hún benti á þröst, sem skoppaði í snjónum og lijó nefinu í rauð herin af reynitrjánum. Merkilegt livað hagamýsnar eru farnar að gera sig heimakomanar í garðinum mínum, sagði liún. Skellti svo á mig liurðinni og við stóðum silt livoru megin við þröskuld ó- líkra heima. TIL SJOS Vinur minn, gamall rithöfundur, sem af einhverjum ástæð- uni hafði meira gaman af að geyma það sem liann skrifaði en birta það, arfleiddi mig að nokkrum gulnuðum blöðum, sem mér voru afhent við lát hans. Aldrei hef ég fengið neina skýr- ingu á því, hvers vegna hann vildi að ég eignaðist þessa gulu snepla. Ég vona að ég' brjóti engan trúnað, þó að ég láti fara hér á eftir dálitla frásögn, sem hann hafði skrifað og látið mér eftir. Frásögnin er með mörgum útstrikunum. Hann hefur haft mikið fyrir því að stytla liana niður í næstum því ekki neitt. En leiðréttingar hans, útstrikanir og breytingar fara einkar vel við gulnuð hlöðin. Ég dreg þá ályktun af handritinu, að liann hafi skrifað það ungur, en af einhverjum ástæðum ætlað mér það hlutskipti að birta frásögnina. Með hlýjum huga hugsa ég til þessa gamla rithöfundar, vinar nn’ns. Mér hefur dottið í hug, að frásögnin sé einhvers konar áminning til min, en ég veit það ekki. Hún er svohljóðandi (í liandritinu er „hann“ einkenndur ineð upphafsstöfunum K. Þ.): Hann sat á gömlum snjáðum legubekk. Reykti pípuna sína án afláts. Leit ekki einu sinni upp, þegar ég gekk hljóðlega inn i lierbergið. Ég heilsaði honum. Sæll verlu, sagði ég. Já, sagði hann. Þú ert ekki hætlur, sagði ég. 115

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.