Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1973, Side 28

Eimreiðin - 01.04.1973, Side 28
EIMREIÐIN Hættur, sagði hann undrandi, nei kerlingin sér fyrir því. Hún kemur liér á hverjum degi og ... Ég átti við: þú ert ekki hættur að reykja, sagði ég vandræða- lega. Tóhak er mitt súrefni, sagði liann, og reis upp við dogg. Það er hetra fyrir lungun en helvítis stækjan niðri í lúkarnum. Hann horfði hvasst á mig. Þú ert fæddur sjómaður, sagði ég. Fæddur. Hann stóð upp. Alltaf sjóveikur. Ældi gori og galli, kom svo heim til að éta. Drakkst brennivín, sagði ég. Aldrei viski, sagði hann og gretti sig. Alltaf brennivin, aldrei annað. En það var óþarfi. Ég þótti myndarlegur. Það er liðin saga. Samt er hér kerling i húsinu, sem vill lielzt alltaf hafa mig á nærbuxunum. Það er ágætt. Nenni hvort eð er ekki að klæða mig. Ilætti því alveg, þegar ég fékk þvagteppuna. Hann tók út úr sér pipuna, benti á mynd á veggnum. Þarna er móðir mín, sagði liann, og gaut til mín augum. Hún sagði stundum „guði sé lof“ en það var yfirleitt út af smámunum. Hann lagðist á legubekkinn, lygndi aftur augunum eins og hann ætlaði að fara að sofa. Eða deyja. Ég virti hann fyrir mér: kringluleitan og nauðasköllóttan. Hann var órakaður. Pípu- reykurinn gekk frá honum eins og kolsvört reykjarsvælan úr gömlum koladalli. Það ætti að senda þá á sjóinn. Sjóinn, hverja? spurði ég. Það verður meira kollrakið, þegar þeir verða sköllóttir, sagði hann, og það var eins og hann brosti lítið eitt út í annað munn- vikið. Hvað kalla þeir þá aftur, bítla? Þarna er skútan, sagði hann og benti upp á vegginn. Nýtt skip, alltaf nýtt skip. Og gott skip. Þegar við lentum á Halanum í fyrsta skipti, sáum við það á drekunum, að við vorum komnir á veiðisvæði hákarlaskip- anna. Aldrei verið veitl með hotnvörpu þarna fyrr. Fengum ágætan afla og sigldum til Englands. Þá áraði vel í Englandi. Flatlús. Heyrðu, bætti liann við, það er kalt hér inni. Bættu kolum i ofninn maður. Hann stóð upp og steig ölduna. Bættu á kolum, sagði hann, við verðum að halda dampi. Skúl- urnar voru góðar, en ég lærði það siðar, að það var nauðsynlegt að halda dampi til að ná höfn. Myndarlegur, sögðu þær, ó já. Það var nú þá. Þá héll maður dampi. Nú ligg ég hér á nær- buxunum og bíð eftir kerlingunni. Þú getur víst ekki sagt mér, hvaða kerling þetta er, sem alltaf er að ónáða mig. Nú er þetta 116

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.