Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1973, Page 32

Eimreiðin - 01.04.1973, Page 32
ElMfcEIÐlN DR. ÞRÁINN EGGERTSSON, HAGFRÆÐINGUR: Mannauður i. Inngangur. Á ársfundi hagfræðingafélags Bandaríkjanna 1960 hélt þá- verandi forseti samtakanna, Theodore W. Scliultz, ræðu, sem hófst með þessum orðum: „Alkunna er, að fólk aflar sér þekkingar og nemur ýmsa nyt- sama iðn. Mörgum er liins vegar ekki ljóst, að hér er um fjár- munamyndun að ræða; að þessir fjármunir verða til vegna skipulegrar fjárfestingar; að á Vesturlöndum hefur fjárfesting í fólki vaxið liraðar en önnur fjárfesting; að þessi hraði vöxtur hefur verið höfuðeinkenni vestrænna hagkerfa.“ Ræða Schultz verður ekki rakin hér, en geta má þess, að þar var því haldið til streitu, að í rauninni ætti að fara með ýmis út- gjöld sem fjárfestingu, enda þótt venja væri að telja þau til neyzlu. Tæki þetta meðal annars til útgjalda vegna skólamála, heilbrigðismála og til leitar- og flutningskostnaðar þeirra, sem sækjast eftir hetri atvinnu. Ennfremur taldi hann rétt að með- liöndla ýmsan óbeinan námskostnað sem fjárfestingu, enda þótt venja hafi verið að gefa honum lítinn gaum, en þar má nefna fórnartekjur bæði skólapilta á vinnualdri og fagmanna, er afla sér starfsþjálfunar á vinnustað, og jafnvel notkun frístunda til sjálfsnáms.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.