Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1973, Page 34

Eimreiðin - 01.04.1973, Page 34
EIMREIÐIN I bókaskránni, sem hann gaf út árið 1966, hafði liðum fjölgað í 800, og síðan hefur vaxtarhraði útgáfustarfseminnar aukizt jafnt og þétt. Vanræksla er orðin að bráðum tízkufaraldri. Hér á eftir verður hrugðið upp svipmyndum af þessum nýju fræð- um, sem á ensku eru nefnd human capital theory, en ég kalla mannauðsfræði. ii. llugtök. Og nú er ekki úr vegi að fylgja góðum sið og skýrgreina nokk- ur grundvallarhugtök áður en lengra er haldið. Mannauðsfræði slyðjast við skilgreiningu á fjármunum eða kapitali, er fyrst var sett fram af Irving Fisher í hyrjun þessarar aldar. Sam- kvæmt henni einkennast fjármunir af því einu, að þeir gefa af sér tekjur, og livers kyns tekjur eru arður af einhverjum fjár- munum, jafnt launatekjur sem aðrar tekjur. Hvort viðkomandi fjármunir eru seljanleg eign eða ekki skiptir engu máli fyrir skilgreininguna. Mannauður (human capital) einstaklingsins er því ekkert annað en samanlagðar ævitekjur Iians, nánar til- lekið núvirði ævitekna. Að svo miklu leyti sem vinnulaun mæla vinnuafköst, sýnir verðmæti mannauðs hvers og eins, hvaða mat markaðurinn leggur á framleiðslugetu hans, en segir auð- vitað ekkert um ágæti á öðrum sviðum. Hér er því um að ræða aðferð til að mæla hlut vinnu í framleiðslustarfsemi þjóðarhús- ins. Þar sem efnaliagskerfi okkar hefur neyzlu í nútíð eða fram- tíð að takmai'ki, er mannauður í rauninni verðmæti þeirra neyzlugæða, sem einstaklingurinn framleiðir um dagana, heinl eða óheint. Margir hagfræðingar tóku þessari nýju hugmyndasmíð fá- lega í fyrstu, og' enn stendur um hana nokkur styr. Aðrir félags- visindamenn fengu þarna lokasönnun þess, sem þá hafði lengi grunað, að hagfræðingar væru ekki með öllum mjalla. Það mál er enn óleyst, en framangreind hugtök liafa smogið inn í allar greinar og undirgreinar hagfræðinnar, auk þess sem lagt hef- ur verið til atlögu við ný viðfangsefni. Rannsóknarsviðin eru nú nær óteljandi, en til dæmis má nefna: orsakir fólksflulninga og spekileka (á ensku brain-drain), hagvaxtarrannsóknir, dreif- ingu vinnuaflsins, rannsóknir á fólksfjölgun, tekjuskiptingu, orsakir fátæktar, misrétti á vinnumarkaði, stöðu kvenna í at- vinnulífinu, eftirspurn eftir menntun og framleiðslu í fyrir- tækjum. Ég lief kosið hér að gefa ekki heildaryfirlit um hinar mörgu greinar mannauðsfræða, en fjalla þess í stað mjög lauslega um nokkur þeirra mála, sem ofarlega hafa verið á haugi undan- 122

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.