Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1973, Page 38

Eimreiðin - 01.04.1973, Page 38
EIMREIÐIN vaí'i er liins vegar á mikilvægi menntunar fvrir hagvöxt. Aukin menntun vinnuaflsins leiðir ekki aðeins til aukinna starfsaf- kasta, heldur er menntuð þjóð einnig betur við því húin að gripa hin mörgu tækifæri, sem gefast á tímum mikilla hreytinga. Hún sér fyrr nýjar aðferðir, er bjóðast í framleiðslunni, ný tækifæri til fjárfestingar og hagkvæmari reksturs og breytt viðhorf á utanríkismörkuðum. Slíkt leiðir síðan til aukins hagvaxtar og enn meira umróts. Hagnýtt gildi menntunar er því, hvort tveggja í senn, orsök og afleiðing hagvaxtar. vi. Mannaflaáætlanir. Á árunum eftir heimstyrjöldina síðari vaknaði fádæma áhugi hæði í þróunarlöndunum og í iðnaðarlöndunum á auknum hag- vexti. Varð algengt, að þjóðir gerðu efnahags- og framfaraáætl- anir oft 10—15 ár fram i tímann. Var í áætlunum þessum gert ráð fyrir margskonar fjármunamyndun og jafnvel stofnun nýrra atvinnugreina, sem efla mundu þjóðarbúskapinn. Ekki liafði þessari áætlanagerð lengi fram undið, er menn tóku að gera sér grein fyrir því, að bætt gæði vinnuaflsins voru engu að síður mikilvæg orsök hagvaxtar en aukin vélvæðing og betri framleiðslutæki. Áttu hagvaxtarrannsóknirnar, sem að framan greindi, mikinn þátt í þeirri hugarfarsbreytingu, og hófu stjórn- endur efnahagsmála í mörgum löndum að samræma fram- kvæmdir i skólamálum við iðnþróunaráætlanir. Leiddu þær tilraunir til gerðar svonefndra áætlana um mannaflaþarfir, er á ensku kallast: manpower requirements plans. Brautryðjenda- slarf á þessu sviði var unnið á árunum eftir 1960 á vegum Efna- hags- og framfarastofnunarinnar, OECD, og sex þjóða í Suður- Evrópu með hinni svo kölluðu Miðjarðarhafsáætlun: Mediter- reanean Regional Project. Hafa aðferðirnar, sem þar voru not- aðar, síðan verið teknar til fyrirmyndar víða um heim. Fyrir 5-6 árum gerði UNESCO, Menningarstofnun SÞ, úttekl á þessum málum. Kom á daginn, að af 91 þjóð, sem skoðunin náði til, höfðu 79 gert efnahagsáætlun, 73 höfðu gert alsherjar skólamálaáætlun, en 64 þjóðir höfðu einmitt gert það, sem um er rætt: samræmdar áætlanir um skóla- og efnahagsmál. Þegar talað er um þarfir í áætlunum um mannafla, er átt við, Iive marga menntaða eða sérmenntaða menn þurfi til að standa undir framkvæmdaáællun landsins — eða almennt til að ná vissum liagvexti á ákveðnu tímabili. Slíkar áætlanir grundvall- ast á tveimur forsendum. Ilin fyrri er sú, að meðalframleiðni á mann i hverri atvinnugrein ákveði starfsgreinaskiptinguna inn- an hennar. Eigi vinnuafköst að aukast mikið þarf venjulega 126

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.