Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1973, Qupperneq 61

Eimreiðin - 01.04.1973, Qupperneq 61
EIMREIÐIN áferð, kulda landsins, birtunni, sem hrökk af nefi erfiðismanns- ins og gekk á vit ævintýranna'? Því verður tæplega neitað, að liann tók nokkur skref aftur á bak. Á skömmum tíma þurrk- aði málarinn hörðustu kornin af yfirborði verka sinna, flutti þau suður í löndin, ef þannig mætti taka til orða, svipti þau áreynslunni, jafnvel fortíðinni. Þessi mikilsverða breyting starfsaðferða Gunnlaugs á vitaskuld að nokkru leyti rætur sínar að rekja til sívaxandi leikni lians með hráefni og áhöld. Reyndar kæmi mér ekki á óvart þótt það vitnaðist við rann- sóknir síðar meir, að vatnslitamyndir hans og teikningar hefðu veitt lionum staðbetri þjálfun en flest önnur verkefni. Sú skýring er samt tæplega einhlít. Hann var farinn að gæla við hugmyndina um risaverkið eða skreytingar veggja í opinberum hyggingum og hófst hráðlega handa. Margar þessara risamynda náðu aldrei sömu reisn og litlu olíuverkin t. d. í Grindavíkur- syrpunni. Þó má benda á einstök verk, er gerðu hugsýnina að traustum veruleilc tíðarinnar: Skammdegisnóttu, Haustkvöld og Bæn fyrir kúm í haga. I upphafi var rætt um þátt Gunnlaugs Schevings í formþró- un eða formbreytingu myndlistar á íslandi. Hann var sannar- lega verður fyllstu athygli okkar. Reyndar held ég, að við höf- um aldrei gert og gerum aldrei of mikið úr mikilvægi hans í framvindu þessarar listgreinar. En á síðari árum liöfum við farið að huga æ betur að frásagnaræðinni. Ástæðan er vafa- laust sú, að frásagnir af mannlífinu, lýsingar umhverfisins og hugmyndafræðilegur áróður hefur fengið nýjan og æðri sess í verkum yngstu myndlistarmannanna víðs vegar um heim. En Gunnlaugur varð tæplega fyrir nokkrum beinum áhrifum af starfsbræðrum sínum í þessum efnum — nema ef vera skyldi hinum eldri málurum og rithöfundum á Norðurlöndum. Frá- sagnargleðin var honum í blóðið borin og kemur enda skýrt í Ijós í fyrstu verkum bans. Það féll einnig prýðilega að gerð hans sem málara að skreyta bækur með teikningum og þrykk- myndum. Og enn má nefna þessari kenningu til staðfestingar hvílíka unun hann hafði af því að glíma við þjóðsagnaarfleifðina. Sjálfur skrifaði liann nokkrar smásögur og var afhurðasnjall sögumaður í litlum liópi vina sinna á góðum stundum. Þegar þetta er haft í huga er ekki ósennilegt, að við munum skoða síðustu verlc Gunnlaugs Schevings í nýju ljósi þegar stundirnar líða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.