Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1973, Page 65

Eimreiðin - 01.04.1973, Page 65
EIMREIÐIN Úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar SKRATTINN OG ÞRIR DJÖFLAR HANS Einu sinni sendi fjandinn burt þrjá djöfla þess erindis að skemma mannkynið. Þeir eru um ár í burtvistinni og koma aftur til skolla á vetrardaginn fyrsta. Fjandi fagnar þeim vel og spyr tíðinda. Verður einn fyrir svörum, sá er mestur þóttist, og segist hafa kennt alþýðu að ljúga. Annar, sem taldi sig næstan hinum, segir þá að hann hafi kennt mönnunum að stela. „Miklu góðu hafið þér til leiðar komið,“ segir skratti; 5,en hvað gjörðir þú, ómyndin þín?“ segir hann, því hann var minnstur talinn. „Það var nú ekki mikið; ég kom öllum heldri mönnum til að trúa að þú værir ekki til.“ „Það var vel gjörl og betur en hinir gjörðu, og skaltu hér eftir næstur mér teljast." 153

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.