Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1973, Qupperneq 68

Eimreiðin - 01.04.1973, Qupperneq 68
EIMREIÐIN beint a'ð eflingu sameiginlegra hagsmuna, kemur mun síðar fram á sjónarsviðið. Með öðrum orðum: í frumstæðu samfé- lagi er einstaldingurinn nánast eining. Síðar á þróunarbraut- inni koma fram þjóðfélög, þar sem hann er sjálfstæð persóna. Þetta leiðir okkur að spurningunni um mælikvarða. Sundur- greining innan þjóðfélagsins hlýtur að vera mælistika á fram- farir. Ef einstaklingurinn er eining í stórri heild, verður lifi Iians þröngur stakkur skorinn. Það verður leiðinlegt og vél- rænt. Ef liann er persóna út af fyrir sig með svigrúm og svið til sjálfstæðra athafna, er honum að vísu hættara við óhöpp- um eða áföllum, en liann getur að minnsta kosti vaxið og tjáð sig. Hann getur með öðrum orðum þróazt í eina raunverulega skilningi orðsins — eflzt í vitund um styrk sinn, lífsfjör og' gleði. Allt kann þetta að virðast ofureinfalt. Þó er hér kominn sá ásteytingarsteinn, sem skiptir mannfólkinu í tvær andstæðar fylkingar. Þú heldur ef til vill, að það sé eðlileg ósk hverrar manneskju að verða sjálfstæð persóna. Svo virðist þó ekki vera. Ilvort heldur afstaða þeirra mótast af sálfræðilegum eða fjárhagslegum aðstæðum, eru margir, sem finna helzt öryggi í hópi, hamingju í nafnleysi og sjálfsvirðingu i vana. Þeir eiga enga æðri ósk en að fá að vera fé á valdi fjárhirðis, hermenn undir stjórn herforingja, þrælar á valdi yfirdrottnara. Þeir fáu, sem vaxa yfir hópinn taka við hlutverki hirða, foringja og drottnara þessara leiðitömu fylgjenda. Þtóssir hópdýrkendur pkipta milljónum, og aftur vaknar spurningin um mælikvarða: Eftir því sem þrællinn losnar und- an okinu og persónuleikinn fær að njóta sín, er tímabært að tala um framfarir. Þræll getur að vísu verið hamingjusamur, en liamingja nægir ekki. Hundur eða köttur geta verið ham- ingjusöm. Samt ályktum við ekki, að þessar skepnur séu mann- inum æðri — þótt Walt Whitman bendi á þær sem fordæmi i velþekktu kvæði. Framþróun markast af gnótt og styrk reynsl- unnar — dýpri og rýmri skilningi á gildi og víðfeðmi mann- legrar tilveru. Þetta er einmitt sá skilningur, sem allir sagnfræðingar og heimspekingar, vitandi eða óafvitandi, byggja á. Herveldi eða veraldleg verðmæti geta aftur á móti aldrei orðið mælikvarði á mikilvægi siðmenningar, lieldur ræðst það af hæfileikum og afrekum þegna hennar — heimspekinga, listamanna og skálda. Við gelum því skilgreint hugtakið framþróun dálítið nánar: Framþróun á sér stað, þegar sérkenni einstaklinganna innan þjóðfélagsins skerpast smátt og smátt.2 A langri vegferð mann- 156
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.