Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1973, Síða 70

Eimreiðin - 01.04.1973, Síða 70
EIMREIÐIN Nielzsche varð fyrslur til þess að vekja athygli okkar á hin- um mikilvæga þætti einstaklingsins í þróuninni — í þeim hluta Iiennar, sem framundan er. Engu að síður bregður fyrir ákveðn- um ruglingi í ritum Nietzsches, sem nauðsynlegt er að forðast. Vísindauppgötvanir, sem áttu sér stað eftir lians daga, gera okkur kleift að sneyða hjá þessum misskilningi, (svo að við getum fyrirgefið honum að nokkru Ieyti). Þar á ég við upp- götvun sálgreiningarinnar. Freud hefur nefnilega gert Ijóst, að við gleymum aðeins frumbernsku okkar með því að grafa hana i undirvitundinni. Og einnig, að vandamál þessa erfiða aldursskeiðs leita lausnar á fullorðinsárum undir fölsku flaggi. Eg lief ekki í hyggju að taka orðaval sálarfræðinnar upp í þessari grein. En með öðrum orðum liefur verið sýnt fram á, að hin óskynsamlega dýrkun hópsins á leiðtoga sinum er bein- línis yfirfærsla á tilfinningatengslum, sem hafa verið vanrækt innan fjölskyldunnar. Þegar til dæmis konungur er kallaður „faðir þjóðar sinnar“, á þessi líking rætur að rekja til ómeð- vitaðrar hliðstæðu. Enn fremur skreytum við þetta valdtákn alls kyns ímynduðum dyggðum, sem við vildum gjarnan, að fyndust í okkar eigin fari. Þetta er andstæða þess að gera ein- hvern að skotspæni fyrir dulda sektarkennd. Eins og aðdáendum einræðisherra nú á dögum, sást Nielzsche að mestu yfir þennan mun. Hann dáðist að leiðtogum, leit á þá sem ofurmenni, sem i rauninni voru aðeins belgdir upp af ómeðviluðum hvötum hópsins. En raunverulegt stórmenni er yfir hópinn hafið — og Nietzsche viðurkennir það við önnur lækifæri. Þegar einstaklingurinn hefur uppgötvað ekki aðeins eigin verund, þær hvatir og möguleika, sem í honum búa (á þessu stigi er hann sjálfelskur), heldur einnig þau lögmál, sem stjórna viðbrögðum hans gagnvart hópnum, er persónuleiki hans að breytast. Þessa nýju persónu nefnir Nietzsche ofur- mennið. Sambandið milli einstaklingsins og hópsins er undirrót allra flækja i lífi okkar. Þaðan kemur og þörfin fyrir að greiða úr þeim. Samvizkan er sprottin úr þessum tengslum, og svo er einnig uin öll þau eðlisboð gagnkvæmni og samúðar, sem síðan eru skráð í siðalögmálunum. Siðfræðin er, eins og oft liefur verið bent á, undanfari trúarbragðanna — ýmis frumeinkenni liennar er jafnvel að finna meðal dýra. Trúarbrögð og stjórn- mál sigla í kjölfarið og leilast við að skilgreina, hvað sé eðli- leg, eðlislæg hegðun innan hópsins. Loks á sér stað atburða- rás, sem við þekkjum fullvel: Einstaklingur eða stétt nær trú- ar- og stjórnkerfinu á sitt vald og beitir því gegn hópnum, sem 158

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.