Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1974, Page 5

Eimreiðin - 01.04.1974, Page 5
GUNNAR TÖMASSON, HAGFRÆÐINGUR: EIMREIÐIN Verðbólga og íslenzka hagkerfið DRÖG AÐ EFNAHAGSLEGRI ENDURREISN (Ritgerö í viðtalsformi) — Verðbólga er viðurkennd sem mikilvægt vandamál, bæði félagslega og stjórnmálalega, á Vesturlöndum, þ. á m. Islandi. Hverjar eru orsakir þessa og hvað má segja um horfur á að vinna bug á verðbólgu? — Verðbólga er flókið fyrirbæri, sem á sér jafnt félagslegar og stjórnmálalegar rætur sem og hagfræðilegar. Hagfi’æðingar eru þó almennt sammála um að langvarandi verðbólga verður til, þegar ekki tekst að samræma kröfur hinna ýmsu hags- munahópa þjóðfélagsins um hlutdeild í þjóðarframleiðslunni. Að þessu leyti er verðbólga fyrst og fremst þjóðfélagslegt og stjórnmálalegt vandamál. Ákveðin sérkenni hins íslenzka hag- kerfis hafa hins vegar leitt til mun meiri verðbólgu á Islandi en í öðrum vestrænum ríkjum. Þegar liinar ýmsu orsakir verð- bólgu hafa verið skilgreindar, þá er ekkert þvi til fyrirstöðu tæknilega séð að vinna bug á henni, eða halda henni innan viðunandi marka. Þar sem verðbólga er nú alþjóðlegt vanda- mál, þá mætti markmið íslenzkra stjórnvalda vera að takmarka verðbólgu hérlendis við það, sem gerist i grannríkjum okkar. 97

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.