Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1974, Page 10

Eimreiðin - 01.04.1974, Page 10
EIMREIÐIN leg framleiðniaukning miðað við aðrar greinar. Eitt af grund- vallarlögmálum hagfræðinnar, lögmálið um fallandi afrakstur, segir, að við flutning vinnuafls og fjármagns til ákveðinna at- vinnugreina minnkar stöðugt framleiðni viðbóta vinnuafls- og fjármagnseininga. Hið gagnstæða á sér stað i þeim atvinnu- greinum, þar sem um fækkun vinnuafls- og fjármagnseininga er að ræða. Jafnvægi kemst loks á í hagkerfinu, þegar vinnuafl og fjármagn hefur flutzt til þannig, að framleiðni þeirra er orðin jöfn í öllum greinum. Þegar svo er komið, liafa allir framleiðsluþættir hagkerfisins liagnazt á upphaflegri tekju- aukningu í sjávarútvegi. Einn helzti ókostur of mikilla ríkisafskipta af atvinnulífi er sá, að eðlilegar tilfærslur vinnuafls og fjármagns eru hindraðar, þannig að úr verður lægri meðalframleiðni í lieild, m.ö.o. lægri þjóðarframleiðsla. Hið sama má segja um þá algengu kröfu verkalýðsfélaga, að kaup launþega hækki um eina ákveðna lilutfallstölu án tillits til þess, hvort aukning eða minnkun fram- leiðni hefur átt sér stað í hlutaðeigandi starfsgreinum. Að auki er slík stefna verkalýðsfélaga verðbólguaukandi, vegna þess að vinnuveitendur í gróskumiklum atvinnugreinum eru til- neyddir að bjóða fram yfirhorganir, til þess að laða að vinnu- afl úr öðrum greinum. Svo að lialdið sé áfram athugun á hinum dæmigerða verð- bólguhring, þá fylgir vöxtur gjaldeyrisvarasjóða aukningu tekna í sjávarútvegi. Verkalýðsfélögum almennt er ljóst, að sjávar- útvegurinn og greinar, er selja honum vörur og þjónustu, liafa orðið aðnjótandi hærri tekna og vísa til þess til réttlætingar kröfum sínum um launahækkanir. Stjórnmálaleiðtogar telja sér hag í að taka undir slíkar kröfur, og benda þá gjarnan á hina hagstæðu stöðu gjaldeyrisvarasjóða því til sönnunar að atvinnuvegirnir „þoli“ almennar launahækkanir. Þannig eykst launakostnaður í öllum atvinnugreinum, að meðtöldum þeim, þar sem ekki hefur orðið framleiðniaukning. Slíkt leiðir siðan til hækkunar á verði vöru og þjónustu, svo að unnt verði að fjármagna hinn aukna launalcostnað. Að ísl. lögum eru hreinar tekjur hænda tengdar tekjum sjómanna og ýmissa annarra launþega. Að því lcemur að verðhækkun landbúnaðarvara verð- ur ekki umflúin; sú hækkun veldur síðan launahækkunum í öðrum greinum hagkerfisins, vegna tengingar framfærsluvísi- tölu og kaupgjalds í flestum kjarasamningum. í stuttu máli sagt, vaxandi framleiðni í sjávarútvegi hefur orðið til þess að koma af stað hinum dæmigerða verðbólgu- hring í íslenzka hagkerfinu. Aðrar atvinnugreinar krefjast hlut- 102

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.