Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1974, Page 12

Eimreiðin - 01.04.1974, Page 12
EIMREIÐIN Reynslan er sú, að minnkandi vöxtur eða samdráttur fylgir í kjölfar grósku í sjávarútveginum. Það er einungis, þegar þann- ig er komið að opinber aðstoð eða aðrar efnahagsaðgerðir verða eigi umflúnar. Ef um minni háttar samdrátt er að ræða, nægir að veita takmarkaða aðstoð; hins vegar, ef mikill samdráttur verður eins og 1967 — 1968, eða innlend verðhólga keyrir úr hófi, eins og á síðustu tveimur eða þremur árum, verður stór- felld gengisfelling nauðsynleg. — Hvernig má ráðci bót á verðbólgu með gengisfellingu? Iíefiir hún ekki i för með sér hækkað'verðlag og aukin útgjöld, einkum í sjávarútvegi, þar sem mikill hluti stofn- og rekstrar- vara er innfluttur? — Það er rétt, að gengisfelling ein sér er verðbólguaukandi, einkum í íslenzka hagkerfinu, þar sem utanrikisviðskipti eru veigamikill þáttur. Því er það, að einungis er gripið til gengis- fellingar i síðustu lög, þegar tilfærsla tekna frá sjávarútvegi hefur náð því marki að koma honum á heljarþröm. Ljóst er af því, sem áður er sagt, að gengisfelling íslenzku krónunnar er hein afleiðing, en ekki orsök, óhóflegrar verðhólgu. Ilins vegar eykur gengisfelling verðbólguþiýsting þar sem innflutn- ingur hækkar i verði. Þar af leiðir, að þær gengisfellingar, sem nauðsynlegar hafa verið, vegna slæmrar stöðu sjávarút- vegs, eru meðal þeirra kerfisbundnu þátta, sem hafa valdið hárri verðbólgu á íslandi. Gengisfelling hefur mikilvæg áhrif á tekjuskiptingu í hag- kerfinu á milli vinnuafls og fjármagns. Viðhúið er, að hlut- fall vinnuaflstekna í þjóðartekjunum sé sérstaklega liátt rélt áður en gengisfelling er framkvæmd, en sé i lágmarki, þegar að lienni lokinni. Skýringin er sú, að óeðlilega lágt tekjuhlutfall fjármagns i sjávarútvegi hefur verið ein höfuðorsök gengisfell- ingar. Hættan á áframhaldi verðl)ólgu verður því meiri sem launakröfur verkalýðsfélaganna eru óvægari í kjölfar þeirrar breytingar á tekjuskiptingu, sem leiðir af gengisfellingu. Stjórn efnahagsmála á íslandi er því oft ærið vandasöm; gengisfelling kann að vera lífsnauðsyn fyrir sjávarútveginn en lciðir jafnframt til vaxandi verðbólgu, o.s.frv. í erfiðum vítahring. Fullvist má telja, að grundvallarbrevtingar þurfi að gera á hagkerfinu, ef fá á varanlega lausn á þessum vanda. Þess má geta, að óheillaáhrif verðbólgunnar i íslenzka hag- kerfinu verða þvi meiri sem ráðamenn þjóðfélagsins draga það að framkvæma gengisfellingu, eftir að nauðsyn hennar er orðin augljós. 104

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.