Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1974, Side 16

Eimreiðin - 01.04.1974, Side 16
EIMREIÐIN er til kosninga; þar sem kosningar fara fram á fjögurra ára fresti, gefst oft lítill tími til alvarlegra og markvissra, en óhjá- kvæmilega óvinsælla, aðgerða gegn verðbólgu. — Hverjir eru hinir helztu fjármálalegu þættir verðbólgu á íslandi? — Margar liliðar fjármálakerfis og fjármálastefnu á íslandi koma hér við sögu. Ein afleiðing langvarandi verðbólgu er sú, að við fslendingar álítum ýmsar fjármálaaðgerðir og stefnur sjálfsagðar, þótt víst mætti telja, að þær myndu mæta víðtækri mótslöðu, ef við hefðum búið við stöðugt verðlag. Stundum má vera, að hér sé um að ræða tilraunir til að aðlaga hagkerfið ákveðnum afleiðingum verðbólgu, i stað þess að ráðasl gegn vandanum sjálfum. En, eins og minnst var á í sambandi við vísitölubindingu kaups, þá verður slik aðlögun gjarnan til þess að tryggja áframhaldandi verðbólgu. Áður en vikið verður að hinum ýmsu fjármálalegu þáttum, skal þess getið, að það fjármálakex-fi og þær fjármálastefnur, sem við búum við, liafa flestar nxótast á löngum tíixia, til að þjóna þörfum atvinnu- lífsins á verðbólgutínxunx. Það er því mikilvægt, þegar hugað er að umbótunx á fjármálasviðinu, að unx kei’fisbundna heild- ai’endurskoðun sé að ræða, vegna hinna nánu tengsla og sam- lxengis liinna ýnxsu þátta fjármálakerfisins. Á íslandi hefur verðbólgan mótast af, eða liaft mikilvæg áhrif á, fjái’mögnun íbúðabygginga einstaklinga, lífeyrissjóðakerfið, vaxtastefnu, og bankakei’fið og fjárfestingalánasjóði almennt. Fleslar íslenzkar fjölskyldur búa í eigin húsnæði, og eitt meginmarkmið ungs fólks er að eignast eigið húsnæði. Húsnæði er alnxennt mjög vandað og kostnaður við byggingu er þar af leiðandi nxjög hár, miðað við ráðstöfunartekjur flests ungs fólks. Yfirleitt verður ungt fólk því að reiða sig mjög á lán úr líf- eyrissjóðum, og lán Húsnæðismálastofnunar x-íkisiixs og við- skiptabanka, við fjármögnun íbúðabygginga. Yfirleilt eru einnig vaxtagi-eiðslur og afborganir mjög miklar fyrstu árin, og oft þurfa hjón að leggja hart að sér, áður en þessar greiðslur verða viðráðanlegri. Á síðustu 30 árum eru ótaldar þær fjöl- skyldur, sem liefur tekizt að ráða við sína greiðslubvrði að rniklu leyli, vegna lágra lánavaxta, og örrar verðbólgu og meðfylgjandi hækkunar fjölskyldutekna. Því er það: að verulegur hluti þjóðarinnar hefur jafnan beinan hag af og er fylgjandi verðbólgu, sérstaklega aldui’sflokkarnir 20 — 30 ára. Stuðningur þessi við verðbólgustefnu, sem óhjákvæmilega hefur áhrif á aðgerðir vei’kalýðshreyfingarinnar og á afstöðu ríkisvaldsins til efnahagsmála, mun væntanlega leiða til áframhaldandi and- 108

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.