Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1974, Blaðsíða 17

Eimreiðin - 01.04.1974, Blaðsíða 17
EIMREIÐIN stöðu húsbyggjenda og íbúðareigenda gegn virkum aðgerðum til varnar verðbólgu, ef ekki eru fundnar aðrar leiðir til að auðvelda fólki að eignast eigið húsnæði. — Má því ekki segja, t.d. að ungt fólk hafi almennt hag af verðbólgu? — Ef unga fólkið er skuldum vafið, t.d. vegna íbúðarkaupa, þá verður að svara þessu játandi. En hagnaður þessa bóps er nákvæmlega jafn tapi lifeyrissjóðsmeðlima, sparifjáreigenda, og almennra skattgreiðenda, sem fjármagna opinber búsnæðis- lán. Áður var þess getið, að fast gengi samfara innlendri verð- bólgu rýrir tekjur sjávarútvegs; fjármögnun húsbygginga og íbúðakaupa er annað glöggt dæmi þess, hversu verðbólga er mikilvirk tekjutilfærsluleið, en þar þarf einnig til lága vexti. Þessar tekjutilfærslur hafa átt sér stað, án afláts á árunum eftir stríð, og bendir það til að þær njóti almenns stuðnings. Hins vegar er verðbólga mjög óhagkvæm leið að settu marki, og hagkerfið í heild hefði hag af stjórnmálalegri samstöðu um aðrar leiðir. Samkomulag um slíkar leiðir myndi jafnframt auðvelda baráttuna gegn verðbólgu; almenningur gæti litið verðbólguvandamálið hlutlausum augum, og fleiri væru reiðu- búnir til að veita stjórnvöldum virkari stuðning í aðgerðum þeirra gegn verðbólgu. — Iiver eru áhrif verðbólgu á lífeyrissjóðina? —• Lífeyrissjóðir verða að þjóna ýmsum markmiðum, ef vel á að vera. Meðal hinna mikilvægari, er trygging viðunandi líf- eyris fyrir þá, sem komnir eru á eftirlaun, og dánarltóta, ef fyrirvinna fjölskyldu fellur frá. Mjög skortir á, að lífeyris- sjóðir á íslandi gegni þessu hlutverki, og ofl er um alvarlegar fjárhagslegar þrengingar og verulega rýrnun lífskjara að ræða hjá fólki á eftirlaunum og hjá þeim fjölskyldum, sem misst hafa fyrirvinnuna. Yerðbólgan á hér meginsök, jafnframt hin- um lágu vöxtum sem hafa tíðkazt á íslandi. Afleiðingar þessa eru ekki einvörðungu fjárhagslegar, heldur og félagslegar; fólk fær ekki notið á efri árum sjálfsagðra ávaxta þess, sem það hefur sparað með lífeyrissjóðsgreiðslum, heldur verður að leita á náðir hins opinbera. Fyrir flesta er hér um að ræða snögga breytingu frá fyrra fjárhagslegu sjálfstæði og sjálfsvirðingu. Almennt má segja, að verðbólgukerfi eftirstríðsáranna hafi haft mikilvægar félagslegar og stjórnmálalegar afleiðingar, jafnramt hinum efnahagslegu. Með þvi að rýra styrk lífeyris- sjóða, þá hefur verðbólgan ýtt undir kröfur um viðameira trygg- ingakerfi hins opinhera; með því að gera upptækan hlula tekna i sjávarútvegi, liefur verðhólgan orðið til þess að örva ríkisaf- 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.