Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1974, Síða 23

Eimreiðin - 01.04.1974, Síða 23
EIMREIÐIN vextir rninnka þá áhættu, sern jafnan fylgir nýjum framkvæmd- uni og fjárfestingu. Hins vegar er fjármálastofnunum í raun stjórnað af hagsmunahópum, pólitískum og öðrum, sein kunna vel að meta þau völd, sem slíkri stjórn fylgja. Svo kann að virðast, að sparifjáreigendur og hinn almenni skatthorgari, sem fjármagnar mikinn hluta opinherra fjárfestingarlána, séu þeir einu, sem bera skarðan lilut frá borði. Þótt þessum hópum kunni að finnast umbætur á fjármálakerfinu skipla sig litlu, þá ber þjóðin öll verulegan skaða af slæmri nýtingu fjármagns, sem leiðir til minni þjóðartekna en ástæða er til. -— Myndi ekki stofnun virks verðbréfamarkaðar bæta hag- kvæmni fjármálakerfisins og styrkja stöðu einkaframtaksins innan hagkerfisins ? — Báðum þessum spurningum má svara játandi. Þó er vist, að slíkur verðbréfamarkaður fær ekki þrifizt undir þeim kring- umsiæðum verðbólgu, sem hér ríkja. í fyrsta lagi, gerir hin veika fjárhagsstaða margra fyrirtækja það að verkum, að fáa myndi fýsa að festa fé í hlutabréfum og verðbréfum þeirra. I öðru lagi, myndu eigendur fyrirtækja kjósa að fjármagna rekstur þeirra með lántökum á neikvæðum raunvöxtum, í stað þess að greiða þá raunhæfu vexti sem einstaklingar, líf- eyrissjóðir og aðrir aðilar myndu krefjast. Virkur verðhréfa- markaður gæti því aðeins þrifizt, að ýmis lögmál liins frjálsa markaðskerfis yrðu viðurkennd af stjórnmálaflokkum og hags- munasamtökum hér á landi. Ýmsum kann að þykja byltingar- kennt að fallast á frjálsa verðsamkeppni, raunhæfa vexti og hreyta svo skattastefnu, að fjárhagsleg staða atvinnufyrirtækja væri tryggð. Miðað við efnahagsmálastefnu síðustu áratuga væri hér vissulega um hyltingarkenndar hugmyndir að ræða; hins vegar myndu þær einungis færa hið íslenzka hagkerfi nær hag- kerfum annarra vestrænna lýðræðisríkja, þar sem víða eru mjög þróaðir verðbréfamarkaðir. — Hver hefur þáttur skattakerfisins verið i verðbólguþróun á Islandi? — Skattakerfið sjálft liefur að líkindum ekki haft mikil áhrif á hraða verðbólgunnar, þótt t.d. staðgreiðsla skatta myndi hafa dregið úr lionum. Á hinn bóginn ber þess að gæla, að stig- hækkandi skattar hafa flult marga menn með lágar og miðl- migstekjur upp i hátekjuskattstiga á verðhólgutimum. Hugs- anlegt er þó, að almenn andstaða gegn sívaxandi skattheimtu síðustu árin hafi stuðlað að óhóflegum kaupkröfum og hafi þvi aukið verðbólguþrýsting. Það er hins vegar grundvallarókostur ríkjandi skattastefnu, 115

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.