Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1974, Qupperneq 28

Eimreiðin - 01.04.1974, Qupperneq 28
EIMREIÐIN gengi. Hefði þannig mátt lækka skatta hverrar fimm manna fjölskyldu um 80 þúsund krónur 1972. Auðlindaskatlurinn ætti að renna til sveitarfélaga jafnt sem rikis. Ef tveir þriðjungar hans liefðu farið í ríkissjóð, þá hefði verið unnt að lækka tekju- og eignaskatta um 50%. Eins hefði mátt velja þá leið að helminga söluskatt eða lækka aðflutn- ingsgjöld um 40%. Ef þriðjungur liefði komið í lilut sveitar- félaga, þá hefðu þau getað afnumið aðstöðugjald og lækkað tekjuútsvar um nálega 30%. Ofangreindar tölur bera með sér, að hér væri einungis um að ræða breytingu á skattlagningu, þar sem auðlindaskattur- inn kæmi í stað verðbólguskattsins á sjávarútveg. Hins vegar er hægt að nota auðlindaskattinn á miklu hagkvæmari Iiátt, þannig að heinn liagur er að fyrir efnahagskerfið. Annar góður kostur auðlindaskattsins er, að honum fylgir hagstæðara gengi fyrir þróun útflutningsgreina annarra en sjávarútvegs, án þess þó að liagur hins síðarnefnda yrði á nokkurn liátt fyrir borð borinn. Þær lielztu atvinnugreinar, sem njóta myndu góðs af hagstæðara gengi, væru iðnaðar- og landbúnaðarframleiðsla til útflutnings og til sölu á innlendum markaði i samkeppni við innflutning, og ferðamannaþjónusta. Hér skal einnig getið annars mikilvægs þáttar sjávarútvegs. Tilgangurinn með útfærslu fiskveiðilögsögu í 50 mílur var m.a. sá að vernda fiskistofna. Frekari friðunaraðgerðir verða án efa nauðsynlegar næstu árin, þ. á m. takmarkanir á tölu og stærð fiskiskipa á hverri vertið. Þjóðarhagur krefst þess, að vísindamönnum verði falin ábyrgð á ákvörðunum um slika takmörkun. Þegar sú ákvörðun hefur verið tekin, þá er ein- ungis um tvær leiðir að ræða til úthlutunar veiðileyfa: (i) Út- hlutun á vegum hins opinbera. sem hlýtur óhjákvæmilega að verða pólitísk; og (ii) Hagnýting markaðskerfisins. Nú er mjög byrjað að ganga á hinar ýmsu auðlindir heims- ins, og íslendingar hafa hvorki ráð á né siðferðislegan rétt til óhagkvæmrar nýtingar fiskistofnsins. Þess vegna yrði að tak- marka úthlutun veiðileyfa af hálfu hins opinbera við þau til- felli, þar sem veigamikil félagsleg eða önnur rök eru fyrir hendi. Öll önnur veiðileyfi ætti að bjóða út á meðal útgerðar- manna, og myndu tekjur af þeim tilboðum, sem tekið yrði renna til ríkis og sveitarfélaga. Tekið skal fram, að tekjujöfn- unarsjóður sjávarútvegsins myndi stuðla að góðri framkvæmd þessa veiðileyfakerfis, vegna þess, að útgerðarmenn myndu vita glöggar, hversu hátt gjald þeir gætu greitt fyrir veiðileyfi. Myndu þeir útgerðarmenn, sem hagkvæmastan hafa rekstur, 120
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.