Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1974, Síða 30

Eimreiðin - 01.04.1974, Síða 30
EIMREIÐIN má vega á móti álirifum gengit.breytinga á tekjur í útvegi með tilhlýðilegum breytingum á hlutfallstölu auðlindaskattsins. Þær aðslæður kunna einnig að skapast, að afkoma sjávarútvegs yrði óviðunandi, að óbreyllu gengi og hlutfallstölu auðlinda- skalls, jafnframt því sem öðrum atvinnugreinum væri húin viðunandi aðslaða á gildandi gengi. I flestum tilvikum myndi nægja að gera breytingar á greiðslum lil og frá tekjujöfnunar- sjóði; þó kynnu að verða þær breytingar á aflamagni og./eða útflutningsverði, að breyting á lilutfallstölu auðlindaskattsins yrði nauðsynleg, lil að tryggja jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Þannig krefst virk fjánnálastjórn svigrúms til breytinga á hlut- fallstölu auðlindaskatts, til jafns við það, sem veitt er með breytingum á gengi. Nú má í stuttu máli setja fram, hver tengsl tekjujöfnunar- sjóðs og gjaldeyrisforða eru. Tekjuaukning í sjávarútvegi, sem verður, vegna hækkunar útflutningstekna, myndi leiða lil hærri greiðslna í tekjujöfnunarsjóð, jafnframt því, sem gjaldeyris- forði yxi. Þegar tekjur falla, gerist hið gagnslæða. f báðum tilvikum helzt þó fjármálalegt jafnvægi, þar sem áhrifum þeim á peningamagn, sem stafa af breytingu á gjaldeyrisforða, er mætt ao fullu með brevtingum á greiðslu til og frá tekjujöfnun- arsjóði. Að sjálfsögðu er liér gert ráð fyrir, að tekjujöfnunar- sjóður sé geymdur i Seðlabanka Islands. 4. Innflulningnr oq verðlagning landbúnaðarafurða. Verð landbúnaðarvara á fslandi hefur löngum hvílt á þremur meginforsendum: (i) Innlendum framleiðendum skal hlíft við erlendri samkeppni með innflutningsbanni landbúnaðarafurða; (ii) Bændum skal tryggður ákveðinn lágmarkshagnaður af rekstri húa sinna. eftir að tillit hefur verið tekið til allra kostn- aðarliða; og (iii) þessi lágmarkshagnaður fer einungis að nokkru eftir söluverði innanlands, og það sem kann að vanta á, að hann náist, er tryggt með niðurgreiðslum á sölu land- húnaðarafurða jafnt innanlands sem utan. Á þessum forsendum hafa bændum verið búin viðunandi lífskjör, en samsvarandi kostnaður þjóðarbúsins Iiefur verið ■ óeðlilega hár. Tvær helztu ástæðurnar eru: (i) Einangrun inn- anlandsmarkaðar frá erlendri samkeppni hindrar þróun land- búnaðarins í þenn greinum, sem hagkvæmastar væru að gefn- um landgæðum, og er því um lægri meðalframleiðni að ræða i landbúnaði, en ástæður eru til; og (ii) Trygging ákveðins lágmarkshagnaðar meðalbúsins fjarlægir flestar ])ær hömlur, sem markaðskerfið myndi setja óhagkvæmri eða óeðlilega mik- illi fjárfestingu i landbúnaði. Líkur á óarðbærri fjárfestingu i 122

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.