Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1974, Síða 34

Eimreiðin - 01.04.1974, Síða 34
ÉIMREIÐIN fram, eru að miklu leyli byggðar á því kerfi kjarasamninga, sem gefizt hefur mjög vel í Sviþjóð síðan 1956: (i) Kjarasamninga ætti að gera af heildarsamtökum laun- þega og vinnuveitenda, en ekki af sérfélögum; (ii) Ileildarsamlökin ættu að gera rammasamning, sem scgði til um meðallaunahækkanir einstakra launþegahópa; (iii) í rammasamningi ætti að tiltaka þær atvinnugreinar eða stéttir, sem fá ættu meira eða minna en meðalhækkun. Launahækkanir, sem þannig yrði samið um, ættu að vera bind- andi fyrir einstök aðildarfélög heildarsamtakanna, að viðlögð- um refsingum samtakanna sjálfra. Sérhvert verkalýðsfélag gæti, hins vegar, l)orið fram sérstakar launakröfur sínar við stjórn Alþýðusamhandsins, áður en til heildarsamninga er gengið og eins á meðan á þeim stendur; (iv) Einstakir vinnuveitendur, eða sérsamtök þeirra, gætu selt fram sínar sérkröfur á svipaðan liátt við sin heildarsam- tök; (v) Sérsamningar einstakra verkalýðsfélaga myndu fjalla um atriði önnur en hlutfallstölu launahækkana, þó svo að liægt væri að semja um mismunandi hækkun hinna ýmsu starfs- hópa, að því tilskildu, að launahækkanir félaga verkalýðs- félagsins í Jieild séu í samræmi við ákvæði rammasamningsins; (vi) Fulltrúar ríkisvaldsins ættu ekki að taka heinan þátt í gerð kjarasanminga, en veila skyldi samningsaðilum allar nauðsynlegar upplýsingar af liálfu hins opinhera um stöðu þjóðarhúsins og horfur; (vii) Ákvæði ætti að setja um milligöngu kjaradóms eða sáttatilraunir sáttasemjara, sem háðir aðilar sætta sig við, til að ráða þeim atriðum, sem ekki nást samningar um; (viii) Gera ætti kjarasamninga til 2 — 3 ára, og skulu þeir allir ganga í gildi samtimis; og (ix) Kaup opinberra starfsmanna ætti að svara til launa í viðlika störfum i hinum ýmsu greinum atvinnulífsins. Kjara- samningar opinberra starfsmanna ættu að ganga í gildi sam- tímis öðrum kjarasamningum, og gildistimi þeirra ætli að vera hinn sami. Rjúfa a'tti tengingu launa og vísitölu framfærslukostnaðar. Þetta mætti gera t.d. á 3 ára tímabili, á meðan dregur úr verð- hólgunni. Fjórðung vísitölubindingar mætti fella niður, þegar við upphaf efnahagsúrhóta, og síðan fjórðung til viðbótar við lok Iivers hinna næstu þriggja ára. 7. Framboð sérhæfðs vinnuafls og iðnaðarmanna. Hinum öru hreytingum á íslenzka hagkerfinu á eftirstríðs- 126

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.