Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1974, Page 36

Eimreiðin - 01.04.1974, Page 36
EIMREIÐIN fylgi í kjölfar raunhæfra vaxta viðskiptabankanna. Þó er ljóst, að of niikill munur á hinum ýmsu vaxtakjörum myndi bjóða heim misnotkun þess lánsfjár, sem fengist á lægri vöxtum. Full- nægjandi lausn væri þó að láta alla vexti í hagkerfinu fylgja þeim, sem settir eru á liinum frjálsa lánamarkaði, en hjóða tilhliðrun við þá lántakendur, sem ríkisvaldið vill láta njóta niðurgreiðslu vaxla, i mynd slcaltaivilnana. Það skal tekið fram, að raunhæfir vextir eru forsenda þess, að hér komist á stofn virkur verðhréfamarkaður. Slíkt myndi leiða til stóraukinnar hagkvæmni i liagkerfinu öllu. Fyrirtæki gætu þá e.t.v. snúið sér til viðskiplabankanna um mestan liluta skammtímafjárþarfar sinnar, en leitað til vex'ðbréfamarkaðs- ins um lán til lengi'i tíma. Hagkvæmt og virkt fjármálakerfi er alger nauðsyn, ef um viðunandi vöxt og viðgang' þjóðai'búsins á að vei'a að ræða. Innleiðslu raunhæfrar vaxtastefnu myndu vafalaust fylgja ýms- ir aðlögunarerliðleikar, en þeir myndu vega skammt á móti langtímahagsmunum þjóðai'búsins. 9. Úrbælur á skattakerfinu. Gagnger tillögugerð um úrbælur á skattakerfinu vex'ður að styðjast við itarlega rannsókn á núverandi kerfi og' framtiðar- mai'kmiðum, sem enn hefur ekki verið gerð. Þó væri nauðsyn- legt að nokkrar tilgreindar skattahreytingar yrðu gerðar, senx liður í heildai'endurbótum á hagkerfinu. Auðlindaskatturinn myndi leyfa verulega lækkun á öðrum sköttum ríkis og sveitarfélaga. Ilvað ríkissköttum viðkemui1, myndi virðast eðlilegt, að tekjuskattur, söluskattur, og aðflutn- ingsgjöld yrðu öll lækkuð eitthvað. Hér að neðan er getið nokkui'ra þeirra ati'iða, sem liöfð skyldu í huga við endui’bætur á skattalcerfinu: (i) Tekjur ríkis af telcjuskatti mætti lækka með því að leyfa fyrirtækjum að reikna afskriftir af endurnýjunarvei'ði eigna, og með því að laga skattstige ái'lega með hliðsjón af vei'ð- lagsbreytingum. Veita má einnig í’íflega skatlaívilnun, vegna vaxtagi'eiðslna af lánum til húsakaupa til eigin nola, sem koma myndi að nokkru leyti i slað verðbólguhagnaðar þess, sem íbúðareigendur hafa notið um árabil. Réttmætt væi'i einnig að veila leigjendum ákveðnar ívilnanir, en liúseigendum yrði ekki reiknuð eigin húsaleiga til telcna við skattframtöl. Þó að þcssi atriði yi'ðu öll tekin upp, þá myndi einnig vera svigrúm til einhverrar lækkunar tekjuskattshlutfalla; (ii) Aðflutningsgjöld ælti að lækka, til þess að vega að nokkru á móti þeirri hækkun innflulningsvei’ðs, sem verða myndi af 128

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.