Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1974, Page 38

Eimreiðin - 01.04.1974, Page 38
EIMREIÐIN að uiulangenginni athugun á væntanlegum áhrifum þess á þró- un fjármála innanlands og á greiðslujöfnuð. Niðurstöður þeirr- ar athugunar yrðu lagðar fyrir Alþingi á fylgiskjali fjárlaga- frumvarpsins. Þegar megindrættir fjármála- og greiðslujafnaðarstefnu á næsta ári hafa þannig verið markaðir, ætti Seðlabankanum að vera falin heildarstjórn á framkvæmd þessarar stefnu. Við þessa stjórn, þyrfti Seðlabankinn að hagnýta öll þau hagstjórn- artæki, sem fyrir liendi væru. Ná mætti markmiðum fjármála- stefnu innanlands með stjórn Seðlabanka á heildarframboði fjármagns í hagkerfinu, sem liafa myndi áhrif á upphæð vaxta. Náin lengsl eru á milli þróunar fjármála innanlands og stöðu greiðslujafnaðar, og ná mætti æskilegum markmiðum á hinum síðarnefnda sviði með fjánnálaaðgerðum innanlands. Að auki, gæti orðið nauðsjmlegt að gera ákveðnar gengisbreytingar, til að ná markmiðum á sviði greiðslujafnaðar. Það er mjög mikil- vægt, að slíkt sé gert í tæka tíð, áður en röskun jafnvægis á greiðslujöfnuði veldur verulegum vandræðum. Seðlabanki ís- lands ælti því að hafa fullt vald til hóflegra gengisbreytinga, j)egar þörf krefur. Ríkisstjórn og Seðlabanki ættu að skiptast reglulega á skoð- unum um ástand fjármála og greiðslujafnaðar. Ef ekki er um meiri háttar atvik að ræða, mættu slík skoðanaskipti gjarnan eiga sér stað ársfjórðungslega. Við þau tækifæri ætti að grann- skoða efnahagslega þróun síðasta ársfjórðungs, og endurmeta markmið fjármála- og greiðslujafnaðarstefnunnar. Ef nauðsyn kræfi, mætti breyta j)essum markmiðum, og aðgerðum Seðla- bankans yrði ])á hagað í samræmi við hin nýju markmið. (Tekið skal fram, að ritgerð þessi er birt á ábyrgð höfundar og þarf ekki nauðsynlega að flytja skoðanir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.)

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.