Eimreiðin - 01.04.1974, Page 44
EIMREIÐIN
HRAFN GUNNLAUGSSON:
Vitsmunaverur
(INTERLUDE)
PERSÓNUR:
Dr. FriSleifur Barði Leifsson, virðulegur húmanisti.
Filkand Höskuldur H. Hermannsson, lillaus háskólaborgari.
LEIKRÝMI:
Gangur eða salur i menningar- eða menntastofnun. Á miðju
gólfi, ögn utangátta, er þægilegur stóll.
ÁSTAND:
Dr. Friðleifur situr i stólnum, les tímarit og skrifar atliuga-
semdir út á spássíuna, Hann er i þungum þönkum. Eftir stulta
stund gcngur filkand Höskuldur framhjá. Ilann hikar eitt and-
artak við stólinn eins og liann sé á báðum áttum hvort hann eigi
að ávarpa dr. Friðleif, — siðan lötrar hann áfram, en snýr svo
ákveðinn við og gengur heint til doktorsins. Dr. Friðleifur hef-
ur ekki orðið var við aðkomumann, hann er niðursokkinn í
tímaritið og lítur ekki upp.
136