Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1974, Síða 54

Eimreiðin - 01.04.1974, Síða 54
EIMREIÐIN mönnum að lialda vélarnar ræna þá brauðinu en andstæðing- um nútímatækni. Ef til vill er aðalatriðið, hvort við eigum að beina raunvís- indum og tækni inn á braut góðra og farsælla markmiða i stað hinna tortímandi og neikvæðu. í stað tillitslausar ofnotkunar náttúruauðæfa þarf að koma ábyrg nýting. Setja verður um- hverfi mannsins á oddinn, l)æði um fjárfestingar og rannsókn- ir, mynda verður samvinnu á milli stétla i slað stéttabaráttu. Vinna verður að samstöðu á alþjóðlegum vettvangi, — í stuttu máli mynda alheimsstjórn, sem ynni í þágu mannkyns alls. Hér er um geysimikinn vanda að ræða, en óleysanlegur er hann sem belur fer ekki. Hin svokölluðu neikvæðu áhrif tækninnar eru ekki óumflýjanleg. Það er mannlegum mætti ekki ofætlun að bæta úr þeim, ef vilji fyrirfinnst. Hin mildu vandamál við mótun umhverfis mannsins eru hin sömu og snerta þroska mannsins sjálfs, — innri þroska hans og samfélagslegan, — í umliverfi, sem liann hefur gert sér sjálfur með uppfinningum sinum og kænsku. Ég drap á þennan vanda áðan, er ég ræddi um hæltuna á því, að lífið missti andlegt inntak sitt, verði yfirborðslegra, vélvætt og í raun ómannlegt. Við getum notað tækni til umhverfisverndar, þannig að mann- kynið getur lifað áfram. En samhliða þeirri þróun verður e. t. v. önnur, sem leiðir til þess, að mannlífið verður sífátæklegra og æ snauðara af því, sem liefur mannlegt gildi, ef allt fer á þann veg, sem kommúnistaeinræði leiðir til, þ. e. hins klíku- stýrða múgsamfélags. Annar kostur er sá að byggja á hinum l)eztu hefðum kristinnar Vesturlandamenningar. Þann kostinn kalla ég mannhyggju. MÚGIIYGGJA DREGUR ÚR ÞROSKA MANNSINS Því ber ekki að neita, að hinar hefðbundnu einingar, heimili, ætt, fjölskylda, heimabyggð og kirkjusókn, eru með félagslegri þróun i iðnaðarþjóðfélögum að leysast upp. Fyrstu skrefin i þessari þróun í Svíþjóð voru t. d. járnbrautarlagning og flótt- inn til Vesturheims. Tæknin hefur leyst okkur undan ])ví að vera háðir náttúrunni. Lífskjör okkar eru tryggari og ungu fólki bjóðast fleiri valkostir. En samfara þessari þróun hafa hin hefðbundnu yfirráð binna eldri horfið. Þeir liafa nú minna að miðla hinum vngri af boðskap sínum og siðfræði, verðmæta- mati og trúarhugmyndum. Hið siaukna öryggisleysi, sem fylgir þvi, að losnað hefur um fjölskjddutengsl, rej'nist mörgum þyngst i skauti, sérslaklega þó unglingum og gamalmennum. Múghyggjunni samkvæmt, en hún ræður ferðinni í fjölmiðl- 146

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.