Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1974, Page 56

Eimreiðin - 01.04.1974, Page 56
EIMREIÐIN lækna er minna. í skólunum er greinileg lillineiging til að breyta kennurum í þjónustufólk, sem kennir eklci, heldur hef- ur þekkingu á boðstólum og leiðheinir um notkun liennar. Skól- inn gerir minni kröfur en áður til nemenda. Hin liáleitu og draumórakenndu markmið, sem sett eru fram í kennsluáætl- unum, virðast spaugileg. Segja má, að nemendur séu örvaðir til að læra ekkert vel. En þegar að þvi kemur að senda ungling- ana út i atvinnulífið, horfir málið allt öðruvísi við. Þar er lögð áherzla á að fullnægja atvinnukröfum í flóknu og kuldalegu umhverfi, sem krefst einhæfs árangurs á ógnarhraða. Fjölskyldan, sem Strindberg lýsir sem „heimili hinna svo- nefndu dyggða, þar sem saklaus hörn eru hrakin til lyga, þar sem viljinn er brotinn á hak aftur með harðstjórn, þar sem einstaklingslilfinning er murkuð út af singirni“, getur varla verið jafnslæm andlegu jafnvægi og' síðara tíma samruni efna- legs öryggis og tilfinningalegs öryggisleysis, krafna um að ná árangri og örvunar til að lifa eftir eðlishvötum. Þjóðfélagið þróast í þá átt, sem minnst er um hindranir. Því láta menn það viðgangast, að borgarmenningin leysi upp manngildi og þjóð- félagið starfi á grundvelli múghyggju. ROUSSEAU OG MARX — UMDEILDIR SPÁMENN Ráðamenn í löggjöf, skólum og skoðanamyndun slarfa í þágu múghyggju og það markvisst. Þeir vinna skipulega að stjórn- málalegum og liugmyndafræðilegum tilgangi. Höfuðfræðarar þeirra eru Marx og Rousseau. Báðir eru þeir umdeildir. Mál- flutningur þeirra var ávallt víðtækur og augljós, og oft kom- usl þeir í mótsögn við sjálfa sig, enda hafa fylgismenn þeirra túlkað orð þeirra á margvíslegan hátt. Að vissu marki má deila um merkingu orða þeirra, því að þeir breyttu um skoðanir á lífsleiðinni og gerðu sér e. I. v. ekki alltaf ljóst, livað þeim sjálf- um fannst. Þetta er um smáatriðin að segja. Um framkvæmda- Iilið málsins og stjórnmálaþátt gegnir öðru máli, — um þann hoðskap eru menn á eitt sáttir. f kenningum Rousseaus kemur fram andúð á hefðum og trú á hið góða eðli mannsins. Ræðurnar tvær eru áfangar á leið til Þjóðfélagssamningsins. í þessari merku hók er hreytingu frá algeru lýðræði til algers einræðis spáð óljósum orðum. Hinir eðallyndu náttúruunnendur, sem safnast saman til ráðabruggs, eiga með eðlisávisun sinni hlut að alheimssamvizkunni. Þeir bregðast á einn veg við sérhverjum vanda, svarið við hverri spurningu finna þeir í eigin hugskoti, og það svar er ekki hið

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.