Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1974, Qupperneq 61

Eimreiðin - 01.04.1974, Qupperneq 61
EIMREIÐIN Við þurfum vissulega á þekkingu að halda, ef við eigum að geta slaðið okkur sem einstaklingar og menn í hinni miklu sam- keppni nútímans. Þekkingu er ekki unnt að öðlast átakalaust, en áreynsla er til góðs. Hún leysir úr læðingi þrótt mannsins, veitir tilfinningu um tilgang og ánægju. Skólinn getur ekki tek- ið við hlutverki heimilanna, en foreldrar geta krafizt þess, að skólinn kenni hörnum þeirra að gera kröfur til sjálfra sin. Menntun kennara þarf að rannsaka niður í kjölinn. Á því sviði er að verða gæðarýrnun, sem foreldrar geta ekki látið óátalið. Skólinn verður að vera tengdur vísindum nánum böndum. Munur á vísindum og hjátrú er afstæður í tíma, en munur vís- indalegra og tilfinningalegra staðreynda er alger, þvi að hann cr, hvort menn trúa á þekkingaraukingu. Viðurkenni menn það, setja þeir sig undir dómstól skynseminnar. Það er mannhyggja. Ef menn láta undir höfuð leggjast að nýta þau hjálpartæki, sem til eru, þá gefa þeir sig lyginni á vald. Slíkur er hinn breiði vegur tækifærissinna og múghyggjumanna. Virðing fyrir sannleikanum og virðing fyrir náunganum er í raun og veru liið sama. Virðing fyrir sannleikanum er einmitt, hversu menn virða vilja annarra, hversu menn sannreyna eig- in sannleika gegn því, sem skynsemi þeirra hefur gert að lög- um. Hvorugt getur án hins verið, og annað er forsenda hins. Hér er líka um að ræða rétt meirihluta og vilja minnihluta. Sá, sem sækist eftir stjórnmálavöldum, á ekki að leitast við að beita áhrifum sinum á meirihlutann, heldur Iáta sér nægja að upplýsa og rökræða. Hann á að bera virðingu fyrir rétti minni- hlutans bæði til skoðanamyndunar og skoðanadreifingar. Meiri- hlutinn verður að vera fús til málamiðlunar. Slikt er hið rétta samband sannleiksleitar og lýðræðis. Eitthvað djúpstætt og einstaklingsbundið liggur í viðurkenningu á sameiginlegum hugsunarbrautum okkar: Þekking á liffræðilegu umhverfi okk- ar, sem ekki má ráðast á án þess að eyðilagt sé, og vitund um þau lögmál, sem ræður okkur öllum og við getum ekki barizt gegn án þess að færa lir skorðum andleg lifsskilyrði okkar. (Lausleg þýðing: S. S.)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.