Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1974, Page 65

Eimreiðin - 01.04.1974, Page 65
ÉIMfeEIÓlN þýðubandalagið myndu þessar tilslakanir á tveimur vígstöðv- um reyna á þolrifin í róttækari armi flokksins. Til þess að koma í veg fyrir klofning yrðu þeir að grípa til aðgerða, sem hefðu yfirbragð róttæks sósíalisma. Ekki er ólíklegt, að hér yrðu á ferðinni einlivers lconar þjóðnýting á innflutningsverzl- uninni og dreifingu innanlands samfara skömmtun á fjárfest- ingarhöftum af einliverju tagi. Sennilega eru bæði olíufélögin og hílainnflytjendur ofarlega á óskalistanum. Raunar er Uk- legra, að Framsóknarmenn semji um, að samvinnufélögum sé hlift. Einnig er líklegl, að skömmtun á innfluttum vörum verði tekin upp i áföngum. Þegar þetta er ritað, hafa niðurgreiðslur á kjötvöru þegar leitt til óbeinnar skömmtunar á þessum mat- vælum. Ómögulegt er að spá frekar um þær aðgerðir, sem slík stjórn- arstefna hefur í för með sér. Athurðir næstu mánaða skera eimr út um, hvort islenzk efnahagsmál munu í náinni framtíð fremur þróast í átt til róttæks sósialisma en frjálshyggju. Förumaður.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.