Eimreiðin - 01.04.1974, Side 66
ÉIMREIÐlN
Höfundatal
Gunnar Tómasson hagfræðingur fæddist í Reykjavík 1940. Hann lauk
stúdentsprófi frá Verzlunarskóla íslands 1960, stundaði hagfræðinám við
Manchesterháskóla 1960—1963 og í Harvard í Bandaríkjunum 1963—
1965. Gunnar hefur starfað frá 1966 hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, þar
sem hann er nú ráðgjafi í Asíudeild. Hann var efnahagsráðgjafi í Indó-
nesíu 1968—1969, í Kambódíu 1971—1972 og frá 1973 í Suður-Víetnam.
Franz Kafka rithöfundur fæddist í Prag 3. júlí 1883. Hann lauk laga-
prófi frá Háskólanum í Prag 1906, hóf störf hjá t.ryggingafélagi, en lét af
þeim 1922 vegna berlda. Á meðal helztu verka hans eru Die Verwand-
lung, Das Urteil, Der Prosesz og Das Schlosz auk smásagna, dagbóka og
bréfa. Franz Kafka lézt í Vínarborg 3. júní 1924.
Hrafn Gunnlaugsson rithöfundur fæddist 17. júní 1948. Hann lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1969, fil. kand. prófi í
leikhúsfræðum og bókmenntasögu frá Dramatiska Institutet í Stokk-
hólmi 1973 og prófi í almennri dagskrárstjórn í fjölmiðlum 1974. Hrafn
hefur gefið út skáldsöguna Djöflana, Ástaljóð, og leikrit hans hafa verið
flutt í útvarpi, sjónvarpi og í leikhúsum hér á landi og á Norðurlöndum.
Halldór Laxness skáld og rithöfundur fæddist í Revkjavík 23. apríl
1902. Hann stundaði nám í Menntaskólanum í Reykjavík, hjá Benedikts-
munkum í Lúxembúrg og Kristmunkum í Lundúnum. Oþarfi er að kynna
verk hans íslendingum. Halldór Laxness hlaut bókmenntaverðlaun Nó-
bels 1955.
158
Per G. Andrecn sagnfræðingur fæddist 28. júní 1909 í Svíþjóð. Hann
lauk magistersprófi í sagnfræði 1933, licentiatsprófi 1939 og doktorsprófi
1958. Per G. Andreen kennir sögu við Háskólann í St.okkhólmi og hefur
gefið út nokkrar bækur auk fjölmargra tímaritsgreina um listir, sögu og
stjórnmál.