Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Side 17

Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Side 17
KRISTÍN INDRIÐADÓTTIR Viðfangsaðferð Kilpatricks í grein sinni um viðfangsaðferðina10 taldi William H. Kilpatrick (1918) sig vera að útfæra heimspekikenningar Deweys með aðstoð námslögmála Thorndikes. Til- gangur hans var að skilgreina hugtak er næði yfir nokkra þætti í menntunarferlinu. Hér átti hann einkum við „athöfn" (action) og helst „athafnasemi af heilum hug" (wholehearted vigorous activity) en um leið þurfti hugtakið að fela í sér beitingu námslögmála og grundvallaratriði góðs siðferðis (ethical quality of conduct), bæði hvað varðaði einstakling og félagsheild. Þessu fylgdi alhæfingin „menntunin er líf- ið" (education is life). „Project" var „wholehearted purposeful activity proceeding in a social environment" (bls. 320) eða markviss athafnasemi af heilum hug í félags- legu umhverfi. Menntun sem byggist á markvissri athafnasemi undirbýr mann best fyrir lífið og er um leið hið sanna líf (bls. 323). Tilgangur athafna getur verið góður eða vondur en ábyrgur einstaklingur í lýðræðisþjóðfélagi velur betri kostinn með félagsleg markmið að leiðarljósi. í skól- anum tengjast athafnirnar, sem unnar eru af heilum hug, námslögmálunum þannig að sýni börnin sjálf áhuga tekst þeim betur upp, viðbrögðin við áreitinu verða ánægjuleg og festast; þannig leiðir eitt viðfangsefni af öðru. Sá sem lærir á þennan hátt öðlast þekkingu og reynslu sem ekki gleymist. Ef athöfnin er nauðug fer á verri veg. Það er því skylda kennarans að taka mið af þeim viðfangsefnum sem börn hafa áhuga á og haga aðstæðum þannig að starf þeirra verði markvisst og leiði til enn frekari starfsáhuga og háleitari viðfangsefna í þágu félagslegra markmiða. Þetta tvennt, að börnin ráði svo miklu um viðfangsefnin og að það liggi í hlutarins eðli að þau öðlist dýpri þekkingu eða viðhorf um leið og þau starfa að ákveðnu verkefni, er liður í siðferðilegu uppeldi þeirra. Kennarinn notar sálfræðilega kunnáttu sína til þess að meta áhuga barnanna og eðli og byggir kennsluaðferðir sínar á þessari þekkingu. Skólinn, hin smækkaða mynd af þjóðfélaginu, er því hið ákjósanlegasta umhverfi til siðferðilegs uppeldis þar sem börnin læra að umgangast hvert annað. Viðfangsaðferðin kallaði á miklar breytingar í skólanum, breytt fyrirkomulag í skólastofunni, kennslubækur með nýju sniði, nýja námskrá og einkunnagjöf en mest af öllu breytt viðhorf gagnvart þeim árangri sem náð skyldi. Skólinn átti nú að skila betri þjóðfélagsþegnum, gagnrýnum, starfsömum og viðbúnum að takast á við nýjar breytingar í þjóðfélaginu. STJÓRNARBYLTING Á SKÓLASVIÐINU Til íslands sneri Steingrímur aftur „hugfanginn af nýjungum Bandaríkjamanna í uppeldismálum, og óðfús að flytja okkur þaðan nýja strauma" (Skólablaðið 1919:94). Áður en hann fór utan hafði hann lofað Jóni Þórarinssyni, fræðslumála- stjóra og ritstjóra Skólablaðsins, að senda honum efni í blaðið. í október 1915 skrifar hann bréf heim og segir þar frá heimsóknum sínum í bandaríska skóla þar sem 10 Steingrímur þýddi hugtakið „project method" með orðinu viðfangsaðferð. Síðar hefur aðferðin verið nefnd efniskönnun eða talað um þemaverkefni. Sjá t.d. Gunnar Ragnarsson í formála þýðingar sinnar á How we think (Hugsun og menntun) eftir John Dewey. 15
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.