Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Side 22

Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Side 22
HUGMYNDIR STEINGRIMS ARASONAR Lestur Steingrímur skrifaði nokkrar greinar um móðurmálskennslu í Skólablaðið 1921 og gaf þær út í bókinni Móðurmálið13 sama ár. Lýsti hann þar einkum aðferð við byrj- endakennslu í lestri, svokallaðri orðaaðferð, sem byggðist á því að börnin stafa ekki heldur læra orð og setningar. Hann taldi að börnin fengju óbeit á námi ef áherslan væri öll á stagli og meiningarlausum atkvæðum, hún ætti að vera á hugsuninni. Þessa aðferð kallar hann hugsunaraðferð.14 Mikilvægustu spurninguna sem hægt sé að bera upp viðvíkjandi kennslu telur Steingrímur vera: „Hvers vegna nema börnin?" Og svar hans er að allt velti á að þau starfi af innri hvöt en séu ekki beitt þvingunum. Því liggi vandinn einkum í því að finna viðfangsefni sem veki starfshvötina (bls. 20). Eftir Steingrím liggja nokkur ósamstæð handrit um lestur og sálarfræði þar að lútandi og vitnar hann þá gjarnan í Thorndike. í öllum sínum skrifum um nám og kennslu, birtum og óbirtum, virðist Steingrímur leggja höfuðáherslu á þrennt: - Að námið sé skemmtilegt og hafi auðsæjan tilgang frá sjónarmiði barnsins. Það heldur áhuganum við en hann er aflvaki athafna. - Að lesefni barna sé hæfilega þungt. Lesefni til lestrarþjálfunar verður því í fyrstu að vera með nægum endurtekningum en jafitframt með spennandi þræði. - Að kennarinn sé fundvís á aðferðir sem virkja öll börnin í senn svo allir hafi starf við hæfi. Við lestrarkennslu notaði Steingrímur því alls konar leiki, samlestur og leikrit, ekki síst til þess að börnin gætu látið tilfinningar sínar í Ijós. Steingrímur gagnrýndi bæði stöfunaraðferðina og hljóðaðferðina, þá fyrri fyrir að hún væri þvingandi og gerði börn seinlæs, hina síðari fyrir að hún bryti það lögmál kennslufræðinnar „að leggja ekki að óþörfu áherslu á leikni nema í beinu sambandi við starfið sem hún er hluti af".15 Hann vildi halda að börnum góðum lestrarvenjum frá upphafi og gera þau hraðlæs, bæði hátt og í hljóði, því Steingrímur taldi lestur, skrift og reikning undirstöðu alls náms, eiginlega námstækni, og líf siðaðs manns gerði daglega kröfur um notkun þessara höfuðgreina (1936:94). Hljóðlestur16 var fyrst lögboðin kennslugrein í námskrá 1929 en hafði áður breiðst nokkuð út með nemendum Steingríms úr Kennaraskólanum þar sem hann vakti fyrstur manna áhuga á nytsemi hans (Landspróf ... 1935:3). Eðlilegt var að Steingrímur beitti sér af alefli fyrir útgáfu lesefnis fyrir börn því honum þótti lítið til af hentugu efni til lestrarkennslu.17 Hann tók saman Lesbók fyrir 13 1 ritdómi um bókina í Lögbergi 1922 34, 41:4 er mótmælt „leikmensku hugmynd í mentamálum" að frelsi og leikur eigi að ráða för í skólanum. 14 Sjá t.d. ódagsett handrit þar sem Steingrímur talar um þrjár meginkennsluaðferðir í lestri, stöfunaraðferð, hljóðaðferð, sem hann segir að Laufey Vilhjálmsdóttir hafi komið með frá Englandi, og hugsunaraðferð sem leiði til meiri afkasta. 15 Óbirt handrit um kennsluaðferðir frá fjórða áratugnum. 16 Að lesa í hljóði. 17 í sama handriti hrósar Steingrímur þó bæði stafrófskveri Jónasar frá Hrafnagili, sem hann segir að hafi ekki fengið hljómgrunn, og aðferðum Laufeyjar en hún notaði skriftina einnig í þágu lestrarkennslunnar sem var nýmæli. 20
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.