Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Page 44
ÁFENGISNEYSLA REYKVÍSKRA UNGLINGA __________________________________________
Upphafsaldur áfengisneyslu
Unglingarnir voru spurðir hve gamlir þeir voru a) þegar þeir drukku áfengi í fyrsta
skipti, b) fundu á sér í fyrsta skipti og c) urðu mjög drukknir. Niðurstöður svara
þeirra þegar þeir voru 15 ára (1995) má sjá í Töflu 5.
Tafla 5
Aldur og áfengisneysla
Hvað varstu gömul/ gamall þegar þú ...
.. drakkst í fyrsta sinn .. fannst á þér í fyrsta sinn ... varðst mjög drukkin(n)
Hafa aldrei gert það (%) 22 39 50
11 ára eða yngri (%) 9 2 1
12 ára (%) 10 4 2
13 ára (%) 24 20 11
14 ára (%) 23 23 21
15 ára (%) 12 12 15
Samtals 100 100 100
Fjöldi svara 1089 1089 1089
Fjöldi þátttakenda (aðeins 15 ára) 1995: N=1103.
Greinilega skil verða á áfengisneyslu unglinga á milli 12 og 13 ára aldurs. Á það við
um hvenær þeir drukku í fyrsta sinn, fundu í fyrsta sinn á sér og urðu fyrst mjög
drukknir. Svipað hlutfall unglinga bætist í hóp 13 ára og 14 ára unglinga sem höfðu
drukkið í fyrsta sinn og höfðu fundið fyrst á sér. Hins vegar hækkar hlutfall þeirra
sem höfðu orðið mjög drukknir frá 13 til 14 ára (10% munur +/- 3,0, p<0,05).
Flestir virðast byrja að drekka á aldrinum 13-14 ára. Athyglisvert er að 43%
unglinganna höfðu drukkið í fyrsta sinn 13 ára eða yngri. Þá hafði nokkur hópur
eða rúmlega fjórðungur fundið fyrst á sér 13 ára eða yngri og um 60% 15 ára ungl-
inga höfðu einhvern tímann fundið á sér. Tæplega 15% unglinganna höfðu orðið
mjög drukkin 13 ára eða yngri og um helmingur 15 ára unglinga hafði einhvem
tímann orðið mjög drukkinn.
Ekki kom fram aldursmunur á því hvenær piltar og stúlkur höfðu fyrst fundið
á sér eða fyrst orðið mjög drukkin. Piltar (12%) voru þó líklegri en stúlkur (5%) til
að hafa prófað að drekka 11 ára eða yngri, y2(5)=25,82, p<0,001.
42
i