Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Page 49
SIGRÚN AÐALBJARNARDÓTTIR, KRISTJANA BLÖNDAL
voru 14 ára voru: „Áfengi er of dýrt," „Vinir mínir eru á móti áfengisneyslu" og
„Vinir mínir drekka ekki áfengi." Ári síðar voru þær: „Ég gæti misst góðan vin sem
er á móti áfengisneyslu/' „Vinir mínir eru á móti áfengisneyslu" og „Ég gæti lent í
vandræðum í skóla."
Viðhorftil áfengisneyslu fólks
Unglingarnir voru spurðir hvað þeim fyndist um það að fólk a) prófi að drekka, b)
drekki öðru hverju, og c) verði drukkið einu sinni í viku. Svör unglinganna má sjá í
Töflu 9. Athyglisvert er að meðal 14 ára unglinganna sagðist um fimmti hver þeirra
vera mjög á móti áfengisneyslu fólks. Tæpur þriðjungur var frekar á móti því aöfólk
prófi að drekka áfengi og um helmingur var ekki á móti því. Þar má einnig sjá að
viðhorf unglinganna voru svipuð til þess aðfólk drekki áfengi öðru hverju. Þegar spurt
var um viðhorf til þess að fólk verði drukkið einu sinni í viku varð afstaðan mun nei-
kvæðari. Ári síðar þegar unglingarnir voru 15 ára var afstaða þeirra til þess að fólk
prófi að drekka og drekki öðru hverju mildari en árið áður. Ríflega 60% þeirra
sögðust hvorki vera á móti því að fólk prófi að drekka (10% munur milli 14 og 15
ára +/-4,0, p<0,05) né að fólk drekki áfengi öðru hverju (8% munur +/-4,0, p<0,05).
Aftur á móti breyttist afstaða þeirra til mikillar neyslu ekki.
Tafla 9
Viðhorf til áfengisneyslu
Hvað finnst þér um að fólk ...
Mjög á móti Frekar á móti Ekki á móti Samtals Fjöldi svara
O/ /o O/ /o O/ /o O/ /o
prófi að drekka áfengi
14 ára 19 29 52 100 1281
15 ára 13 25 62 100 1100
drekki áfengi öðru hverju
14 ára 18 29 53 100 1270
15 ára 13 26 61 100 1094
verði drukkið einu sinni í viku
14 ára 58 28 14 100 1282
15 ára 56 29 15 100 1097
Fjöldi þátttakenda 1994: N=1295; 1995: N=1103.
47