Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Blaðsíða 57

Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Blaðsíða 57
SIGRÚN AÐALBJ ARNARDÓTTIR, KRISTJANA BLÖNDAL hefja neyslu. Það virðist því mega greina mikla breytingu á mikilvægi ástæðna fyrir því að drekka ekki á árinu 14 til 15 ára. Niðurstöðurnar gefa sterka vísbendingu um að í forvamarstarfi þurfi að taka tillit til þessa. Viðhorf unglingarma til þess að fólk neyti áfengis breyttist ekki svo mjög á milli ára. Bæði árin litu þeir t.d. mikla áfengisneyslu alvarlegum augum. Þó má greina, að hlutfallslega fjölgaði þeim sem ekki eru eins á móti því að fólk prófi að drekka og drekki áfengi öðru hverju. Þá kom fram að viðhorf unglinganna til áhættu sem fólk tekur með því að neyta áfengis hélst nokkuð svipað á milli ára. Við 15 ára aldur töldu þó hlutfallslega fleiri þeirra en árið áður enga áhættu felast í því að fólk prófaði að drekka. Jafnframt töldu færri þeirra fólk taka mikla áhættu með því að verða drukkið einu sinni í viku. Unglingarnir virðast því heldur linast í afstöðu sinni til áhættu samfara áfengisneyslu á milli ára. Skýr munur kom fram á viðhorfum 14 ára unglinganna til þess að fólk neyti áfengis eftir því hvort þeir a) drukku ekki, b) voru u.þ.b. að hefja neyslu eða c) drukku. Ekki kom á óvart að jákvæðast var viðhorf þeirra sem drukku, þá þeirra sem voru að hefja neyslu og neikvæðast var viðhorf þeirra sem ekki drukku. Þegar unglingamir voru orðnir 15 ára var viðhorf þeirra sem ekki drukku neikvæðara en hinna unglingarma líkt og árið áður. Nú brá hins vegar svo við að ekki kom fram munur á þeim sem voru nýbyrjaðir að drekka og þeim sem höfðu drukkið lengur. Viðhorfið til þess að fólk neyti áfengis breytist því með neyslunni. Þessi tengsl á milli viðhorfa til áfengisneyslu og neyslunnar sjálfrar hafa komið fram í erlendum rannsóknum en ekki fyrr í unglingarannsóknum hérlendis (Brynjólfur G. Brynjólfsson 1983). Að vísu eru íslensku rannsóknirnar sem hér er vitnað til frá áttunda áratugnum. Frá þeim tíma hefur umræða um áfengismál auk- ist mjög og neysluvenjur breyst (Hildigunnur Ólafsdóttir væntanleg). Af þessum sökum gætu hafa komið fram meiri tengsl nú á milli viðhorfa til áfengisneyslu og neyslunnar sjálfrar. Með öðrum orðum, meira samræmi virðist vera nú en á átt- unda áratugnum á milli þess sem unglingum finnst um áfengisneyslu og þess hvort og hvernig þeir drekka. Því vaknar sú spurning hvort hafa megi áhrif á áfengis- neyslu unglinga með því að byggja fræðsluna á því að vinna markvisst með skoð- anir þeirra á áfengisneyslu og viðhorf til hennar. í stuttu máli eru helstu niðurstöður rannsóknarinnar þær, að þótt þeim fjölgaði á milli 14 og 15 ára aldurs sem neyttu áfengis, drakk nokkuð stór hluti unglinganna ekki eða a.m.k. um 40% þegar þeir voru 14 ára og ríflega fjórðungur þeirra þegar þeir voru 15 ára. Aftur á móti kom fram að unglingarnir virtust yngri að árum þegar þeir drukku í fyrsta sinn en fram hefur komið í fyrri könnunum. Einnig kom fram að stór hópur unglinga drekkur illa og því oftar sem unglingarnir drekka, því meira drekka þeir í senn. í tengslum við ástæður unglinganna fyrir áfengisneyslu var ein athyglisverð- asta niðurstaðan sú að mikil breyting varð á milli ára á mikilvægi ástæðna fyrir því að drekka ekki. Þeir unglingar sem voru að byrja að drekka töldu ástæður sínar fyrir því að drekka ekki þegar þeir voru 14 ára ekki eins mikilvægar og þeir 14 ára unglingar sem ekki höfðu hafið neyslu 15 ára. Auk þess hafði mikilvægi ástæðna síðari hópsins fyrir því að drekka ekki einnig minnkað verulega á milli ára og var svo 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.